Philomena
- Tegund og ár: Drama, 2013
- Lengd: 98 mín
- Land: Bretland / Bandaríkin /Frakkland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Stephen Frears
- Handrit: Steve Coogan, Jeff Pope, Martin Sixsmith
- Aðalhlutverk: Judi Dench, Steve Coogan, Sophie Kennedy Clark
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 6. desember 2013
Efni: Philomena Lee (Dench) verður ólétt á unglingsárum sínum á Írlandi árið 1952 og er send til klausturs sem “fallin kona.” Sonur hennar er tekinn frá henni þegar hann er ennþá ungabarn og er sendur til Bandaríkjanna til ættleiðingar. Næstu fimmtíu ár leitar Philomena að honum, en án árangurs. En svo kynnist hún Martin Sixsmith (Coogan), lífsþreyttum og tortryggnum blaðamanni, og í sameiningu leggja þau upp í ferðalag til Bandaríkjanna til að hafa uppi á týnda syni Philomenu. Á ferðalaginu mynda þau sterk bönd og úr verður óvænt samband sem er í senn hjartnæmt og fyndið. PHILOMENA er ljúfsár gamanmynd og heillandi frásögn af ást og missi, og er í senn hrífandi saga sem fagnar sjálfu lífinu.
Hér er hægt að kaupa miða á midi.is