Tilboð til háskólanema – Young and Beautiful
Föstudaginn 24. janúar mun Bíó Paradís frumsýna frönsku myndina Young and Beautiful / Jeune & Jolie. Myndin var tilnefnd til Palme d’Or á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2013 og vann til TVE – “Another Look Award” á San Sebastián International Film Festival 2013. Verðlaunin eru aðeins veitt þeim myndum sem þykja sýna heim kvenna frá þeirra sjónarhóli á sannfærandi og aðdáunarverðan hátt og það gerir handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar, François Ozon, svo sannarlega í þessari þversagnakenndu og ljóðrænu mynd. Aðalleikkona myndarinnar Marine Vacth á stjörnuleik í myndinni og er tilnefnd sem vonarstjarna Lumiere Awards í Frakklandi 2014.
/ English below
VIÐ BJÓÐUM ÖLLUM HÁSKÓLANEMUM 2 FYRIR 1 FRUMSÝNINGARHELGINA Á YOUNG AND BEAUTIFUL 24.-26 JANÚAR Í BÍÓ PARADÍS. NAUÐSYNLEGT ER AÐ SÝNA SKÓLASKÍRTEINI.
Um er að ræða stórbrotna mynd sem sýnir á sannfærandi hátt heim 17 ára stúlku sem leiðist af leið í viðkvæmu ferli kynferðislegrar vakningar sinnar í klámvæddum heimi samtímans. Tímarammi myndarinnar er eitt ár og er kaflaskift eftir árstíðum þar sem François Ozon nýtir sér samspil tónlistar og ljóðatexta á skemmtilegan hátt. Hlýir litatónar myndarinnar eru í áberandi mótsögn við kalda og hættulega slóð stúlkunnar. Þetta er mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
WE OFFER STUDENTS 2 FOR 1 ON THE FANTASTIC FILM YOUNG AND BEAUTIFUL 24-26TH OF JANUARY 2014 IN BÍÓ PARADÍS. DONT FORGET YOUR STUDENT CARD.
A coming-of-age portrait of a 17-year-old French girl over four seasons and four songs, from her sexual awakening to her first time, from her exploration of love in her search for her identity. This is a must see film that won the TVE – “Another Look Award” in San Sebastián International Film Festival 2013.