Víkingar, Heilabrotinn og Hvalfjörður
Víkingar, Heilabrotinn og Hvalfjörður: Síðasta sýning 15. febrúar kl 18.00 í Bíó Paradís
30. janúar síðastliðinn tilkynnti Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hver hlaut tilnefningar Eddunnar 2014 á blaðamannafundi sem haldinn var í Bíó Paradís.
Að þessu tilefni sýndi Bíó Paradís þær kvikmyndir og stuttmyndir sem hlutu tilnefningu að þessu sinni.
Nú er aðeins ein sýning eftir á stuttmyndunum þremur sem voru tilnefndar til Eddu verðlaunanna 2014. Þetta eru myndirnar Heilabrotinn eftir Braga Þór Hinriksson, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Víkingar eftir Magali Magistry. Síðasta sýning verður 15. febrúar kl. 18.00.
Frítt er fyrir meðlimi ÍKSA Íslensku kvikmynda- og sjónvarps akademíunnar en almenn miðasala fer fram á midi.is og í miðasölu Bíó Paradísar.
Heilabrotinn
Tegund og ár: Drama 2013
Lengd: 15 mín
Land: Ísland
Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson
Aðalhlutverk: Bergþór Frímann Sverrisson, Bergur Þór Ingólfsson, Hrefna Hallgrímsdóttir, Björn Thors, Guðjón Davíð Karlsson
Efni: Heilabrotinn segir sögu ungs drengs sem hefur nýlega verið greindur með geðsjúkdóm og hvernig fjölskylda hans bregst við þeim fregnum. Á meðan myndin tekur fyrir hræðilegan sjúkdóm segir hún einnig frá styrk og von og hvernig tiltekið hugarfar getur varpað nýju ljósi á hlutina.
Hvalfjörður
Tegund og ár: Drama 2013
Lengd: 15 mín
Land: Ísland
Leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson
Aðalhlutverk: Ágúst Örn B. Wigum, Einar Jóhann Valsson
Efni: Myndin sýnir sterkt samband tveggja bræðra, sem búa á litlum sveitabæ ásamt foreldrum sínum. Við skyggnumst inn í heim þeirra frá sjónarhorni yngri bróðurins og fylgjum honum í gegnum örlagaríka daga sem marka þáttaskil í lífi bræðranna.
Víkingar
Tegund og ár: Drama 2013
Lengd: 15 mín
Land: Ísland
Leikstjóri: Magali Magistry
Aðalhlutverk: Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Egilsson, Margrét Bjarnadóttir, Damon Younger, Sveinn Ólafur Gunnarsson
Efni: Víkingar gerist á tveimur tímaskeiðum, annars vegar árið 1000 og hins vegar árið 2012. Myndin segir frá Magnúsi, óttalausum víkingi sem hyggst skora Bjarna Berserk á hólm þar sem hann nam konu og barn Magnúsar á brott. Einnig segir myndin frá Magnúsi, hetjunni í vonlausu víkingafarandleikhúsi, sem á í erfiðleikum með að ná aftur saman við son sinn í kjölfar sársaukafulls skilnaðar.