Opnun Hverfisgötu
Dagskrá opnunarhátíðar Hverfisgötu:
kl. 14:00 Skrúðganga frá Bíó Paradís – gengið að Frakkastíg, þaðan að Klapparstíg og endað við Bíó Paradís –
Sirkusfólk ekur um hjólastíga á freistandi Lukku-hjóli sem hægt er að festa á eigin miða!
Lúðrasveit Samma “fönkar” upp karnival-stemninguna
Tilvalið að hita upp Öskudags-grímubúningana með þátttöku í skrúðgöngunni
kl. 14:15 Hátíðarræða – sungin og leikin: Eiríkur Fjalar
kl. 14: 25 Fjöldasöngur gesta með Lúðraveit Samma
kl. 14: 30 Jón Gnarr : Opnunarávarp
kl. 14:30 Dregið úr potti Lukku-hjólsins. Dagur Eggertsson dregur úr og afhendir vegleg verðlaun
kl. 14:40 Óður til Hverfisgötu. Þjóðþekkt miðborgarrotta flytur frumsaminn brag
kl. 14:45 Lúðraveit Samma blæs til leiks
kl. 15:00 Fornbílaakstur gleður augu og eyru
kl. 15:10 Plötusnúðarnir Taj Mahal & Abdullah RAJ hræra saman indverskri Bhangra tónlist og íslenskum þjóðstefjum
kl. 15:30 – 19:00 Reykjavíkurmyndahátíð Bíó Paradísar: 101 Reykjavík, Rokk í Reykjavík, Reykjavík – Rotterdam, Sódóma Reykjavík.
Dagskrá Bíó Paradísar í tilefni af opnun Hverfisgötu
Bíó Paradís verður í hátíðarskapi 1. mars í opnunarathöfn Hverfisgötunnar. Bróðurpartur dagskrár opnunarhátíðarinnar kjarnast um Bíó Paradís. Hefst hátíðin á skrúðgöngu frá Bíó Paradís kl. 14.00 þar sem Lúðrasveit Samma mun “fönka” upp karnival-stemninguna.
Að þessu tilefni verða til sýnis vel valdar íslenskar kvikmyndir yfir daginn í sölum kvikmyndahússins.
Hátíðardagskrá Bíó Paradísar:
101 Reykjavík – kl. 15:30
Reykjavík Rotterdam og Rokk í Reykjavík – kl. 17:00 (sýndar samtímis)
Sódóma Reykjavík – kl. 19:00
101 REYKJAVÍK
Tegund og ár: Gaman / Drama 2000
Lengd: 88 mín
Land: Ísland
Leikstjóri: Baltasar Kormákur
Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason, Hanna María Karlsdóttir, Victoria Abril
Dagskrá: Opnunarhátíð Hverfisgötu
Hvenær: 1. mars kl. 15.30
Efni: 101 Reykjavík er fyrsta kvikmynd Baltasars Kormáks í leikstjórastólnum og hefur myndin, rétt eins og samnefnd skáldsaga Hallgríms Helgasonar, hlotið fjölda viðurkenninga víðs vegar um heim.
Hlynur Björn, söguhetjan í 101 Reykjavík, er Reykvíkingur á fertugsaldri og býr í móðurhúsum. Líf hans er í föstum skorðum þar til Lola, spænskur flamíngó kennari með lesbískar hvatir, flyst inn til þeirra mæðgina.
REYKJAVÍK ROTTERDAM
Tegund og ár: Spenna / Drama, 2008
Lengd: 88 mín
Land: Ísland
Leikstjóri: Óskar Jónasson
Aðalhlutverk: Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson
Dagskrá: Opnunarhátíð Hverfisgötu
Hvenær: 1. mars kl. 17.00
Efni: Öryggisvörður og fyrrverandi sjómaður, sem afplánað hefur fangelsisdóm fyrir áfengissmygl, berst við að halda fjölskyldu sinni á floti. Honum býðst að fara í einn vel launaðan síðasta túr á flutningaskipi, milli Reykjavíkur og Rotterdam. Hann slær til, í þeirri von að koma sér á réttan kjöl, en óvæntir atburðir setja strik í reikninginn.
ROKK Í REYKJAVÍK
Tegund og ár: Heimildamynd / Tónlistarmynd, 1982
Lengd: 83 mín
Land: Ísland
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson
Aðalhlutverk: Ýmist íslenskt tónlistarfólk
Dagskrá: Opnunarhátíð Hverfisgötu
Hvenær: 1. mars kl. 17.00
Efni: Rokk í Reykjavík er eitt af fyrstu verkum Friðriks Þórs. Myndin kom út árið 1982 og er samansafn af upptökum valdra hljómsveita með stuttum viðtölum inn á milli.
SÓDÓMA REYKJAVÍK
Tegund og ár: Gaman / Spenna, 1992
Lengd: 78 mín
Land: Ísland
Leikstjóri: Óskar Jónasson
Aðalhlutverk: Björn Jörundur Friðbjörnsson, Eggert Þorleifsson, Helgi Björnsson, Sigurjón Kjartansson, Sóley Elíasdóttir, Margrét Gústafsdóttir
Dagskrá: Opnunarhátíð Hverfisgötu
Hvenær: 1. mars kl. 19.00
Efni: Þvílík vandræði sem geta orðið þegar fjarstýringin týnist… og svo má auðvitað ekki gleyma gullfiskunum. Axel er feiminn og hlédrægur piltur sem býr enn heima hjá mömmu sinni, vinnur á bifreiðaverkstæði og ekur flottum, amerískum kagga. Líf mömmu hans snýst að mestu leyti um sjónvarpsdagskrána og þegar fjarstýringin týnist einn góðan veðurdag, er fjandinn laus. Örvæntingarfull leit ber Axel víðsvegar um bæinn, þar sem hann kynnist meðal annars bruggaranum Mola og systur hans, Unni. Leikurinn berst á næturklúbbinn Sódómu, þar sem Axel sýnir mikla dirfsku við að bjarga draumadísinni sinni úr höndum mannræningja.