Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Sýningartímar Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar 2014

Sýningartímar Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar 2014

Mar 20, 2014 1 skoðun

Dagskrá og sýningartímar Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík er hægt að finna hér. Smellið á bækling hér : 

_________________________________________________________________________________
OPNUNARMYND:

Antboy

antboy_cover1(Danmörk 2013 / Aldur 5+ / íslenska / 77 mín)

Hinn 12 ára gamli Palli er bitinn af maur og öðlast við það ofurhetjukrafta. Með hjálp vinar síns, Vilhjálms, lærir hann að beita þessum kröftum. Eins og í sannri ofurhetjumynd líður ekki á löngu þar til illmennið flóin stígur fram á sjónarsviðið og hefst þá barátta góðs og ills fyrir alvöru.  Myndin var valin besta barna- og unglingamyndin á hinni rómuðu Robert verðlaunahátíð í Danmörku árið 2014 og var einnig tilefnd sem besta barnamyndin á kvikmyndahátíðinni í Tallinn. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna hátíðarinnar.

Frumsýnd: 20. mars kl. 18.00 Opnunarhátíð öllum opin hefst kl. 17.30.

Sýningatímar: 22. mars kl. 16.00, 23. mars kl. 14.00, 24. mars kl. 18.00, 26. mars kl. 18.00, 28. mars kl. 18.00, 29. mars kl. 14.00 og 18.00, 30. mars kl. 16.00. Hér er hægt að kaupa miða.

___________________________________________________________________

Andri og Edda verða bestu vinir

karstenogpetra_coverNoregur 2013 / Leikstjóri: Arne Lindtner Næss / Aðalhlutverk: Nora Amundsen, Hilde Louise Asbjørnsen, Janne Formoe / Aldur 3+ / Íslensk talsetning / 78 mín)

Þegar Andri byrjar á leikskóla kynnist hann Eddu en þau verða bestu vinir. Kúrudýrin þeirra, ljónsunginn og fröken Kanína,verða einnig vinir og þegar annað þeirra týnist á slökkvistöðinni lenda þau Andri og Edda í ýmsum ævintýrum. Myndin var tilnefnd sem besta barnamyndin á hinum norsku Amanda verðlaunum sem og að hún var tilefnd sem besta barnamyndin á kvikmyndahátíðinni í Tallinn. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna hátíðarinnar. Opnunarmynd

Frumsýnd 21. mars kl. 16.30 verður Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins  á staðnum og knúsudýr þeirra Andra og Eddu. Slökkviliðið kemur við söguí myndinni. Popp og svali í boði Norska sendiráðsins. Allir velkomnir miðaverð 1000 kr.

Sýningatímar: 22. mars kl. 14.00, 23. mars kl. 16.00, 25. mars kl. 14.00 og 18.00, 27. mars kl. 18.00, 29. mars kl. 16.00, 30. mars kl. 14.00. Hér er hægt að kaupa miða.

___________________________________________________________________

Ostwind – Austanvindur

20496574.jpg-r_640_600-b_1_D6D6D6-f_jpg-q_x-xxyxx(Þýskaland 2013 / Aldur 7+ / enskur texti / 105 mín)

Þessi fallega saga gerist á þýskum hestabúgarði. Unglingsstúlkan Mika, er komið fyrir á hestabúgarði hjá ömmu sinni, því foreldrar hennar taka þá ákvörðun að senda hana í sveit yfir sumarið.  Þar kemst Mika í kynni við villtan hest sem enginn ræður við, þar til Mika kemur í sveitina. Myndin var valin besta myndin á Bæversku Kvikmyndaverðlaunahátíðinni 2014. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna hátíðarinnar.

Sýningatímar: 21. mars kl. 18.00, 24. mars kl. 18.00, 30. mars kl. 18.00. Hér er hægt að kaupa miða.

________________________________________________________________

The Day of the Crows / Dagur krákanna

JDC_compo_affiche_120x160_UK.indd(Belgía – Frakkland – Lúxemborg – Kanada 2012 / Aldur 7+ / íslenskur texti  / 96 mín)

Stórbrotin teiknimynd um dreng sem elst upp í hjarta skógarins. Þar sem einu mannlegu samskiptin eru við einsetumanninn föður hans hefur drengurinn þróað með sér hæfileika til að sjá og fylgja leiðbeiningum andanna sem búa í skóginum. Þegar faðir hans verður fyrir slysi neyðist drengurinn til að leita út fyrir skóginn og þá hefjast ævintýrin fyrir alvöru. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna hátíðarinnar.

Frumsýning: 25. mars. kl. 18.00 í boði Franska sendiráðsins.

Sýningatímar: 30. mars kl. 14.00. Hér er hægt að kaupa miða.

________________________________________________________________

The Weight of Elephants / Þyngd fílanna

elephants_cover(Nýja Sjáland – Danmörk – Svíþjóð 2013 / Aldur 12+ / enskt tal / 83 mín)

Adrian er viðkvæmur og einmanna 10 ára drengur. Hann býr hjá ömmu sinni og veikum frænda eftir að móðir hans yfirgaf hann á unga aldri. Þegar jafnaldra hans, Nicole, flytur í götuna hefst merkilegur vinskapur þeirra á milli. Myndin var tilnefnd sem besta kvikmyndin í fullri lengd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í São Paulo. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna hátíðarinnar.

Sýningatímar: 22. mars kl. 20.00, 24. mars kl. 20.00, 26. mars kl. 20.00, 28. mars kl. 20.00, 30. mars kl. 20.10. Hér er hægt að kaupa miða.

______________________________________________________________ 

On the Way to School  / Á leið í skólann

school_poster(Frakkland 2013 / Aldur  6+ / íslenskur texti / 77 mín)

Þessi gríðarlega vinsæla heimildarmynd segir frá þeim Jackson frá Kenía, Carlito frá Argentínu, Zahira frá Marakkó og Samuel frá Indlandi sem eiga það eitt sameiginlegt að þurfa að ferðast hrikalega langar vegalengdir til þess eins að komast í skólann. Myndin vann hin virtu Cesar verðlaun árið 2014 sem besta heimildamyndin. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna hátíðarinnar.

Sýningatímar: 22. mars kl. 18.00, 27. mars kl. 18.00, 29. mars kl. 14.00. Hér er hægt að kaupa miða.

____________________________________________________________________

Clara and the Secret of the Bears / Klara og leyndarmál bjarndýranna

Clara_and_the_Secret_of_the_Bears-695668061-large(Sviss 2012 / Aldur 8+ / enskur texti / 93 mín)

Hin 13 ára Clara býr við rætur svissnesku Alpanna ásamt móður sinni og stjúpföður. Fljótlega áttar hún sig á að það liggur bölvun yfir sveitabænum vegna verka forfeðranna en til að aflétta henni þarf Clara að koma á sáttum á milli manna og náttúru. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna hátíðarinnar. Myndin vann áhorfendaverðlaun á Alþjóðlegu Barnakvikmyndahátíðinni Buster í Danmörku, og hefur auk þessa unnið til fjölda verðlauna m.a. á Giffoni Kvikmyndahátíð, Alþjóðlegu Barnakvikmyndahátíðinni í Montreal og Kvikmyndahátíðinni í Tallinn.

Sýningatímar: 23. mars kl. 20.00, 26. mars kl. 18.00, 29. mars kl. 20.00. Hér er hægt að kaupa miða.

____________________________________________________________________

Believe / Fótboltadraumar

Theatre-of-dreams(Bretland 2013 / Aldur 7+ / enskt tal / íslenskur texti / 94 mín)

Stórkostleg mynd um dreng í Manchester árið 1984 sem á sér draum að keppa á stórmóti í fótbolta. Hjálpin berst úr óvæntri átt þegar Manchester United þjálfarinn Matt Busby tekur það að sér að aðstoða liðið við að komast alla leið. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna hátíðarinnar. Myndin var valin besta barnamyndin á Kvikmyndahátíðinni í Zurich og var tilnefnd sem besta barnamyndin á Kvikmyndahátíðinni í Tallinn 2013.

Sýningatímar: 22. mars kl. 16.00, 28. mars kl. 18.00, 29. mars kl. 18.00. Hér er hægt að kaupa miða.

____________________________________________________________________

Skýjahöllin

Skyjahollin(Ísland 1994 / Allur aldur / íslenska / 85 mín)

Emil er átta ára strákur sem langar að eignast hvolp. Pabbi hans gefur samþykki sitt gegn því að að Emil safni fyrir honum sjálfur. Pabbi hans trúir nefnilega ekki að honum takist að safna fyrir hvolpinum.

Sýningatímar: 23. mars kl. 14. 00, 29. mars kl. 16.00. Hér er hægt að kaupa miða.

_____________________________________________________________________

Benjamín dúfa

Benjamin_dufa_plagat(Ísland 1995 / Allur aldur / íslenska / 91 mín)

Í myndinni segir frá fjórum vinum og viðburðaríku sumri í lífi þeirra. Regla rauða drekans er stofnuð og þeir Róland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa hafa nóg fyrir stafni í baráttu sinni gegn ranglæti.

Sýningatímar: 22. mars kl. 14.00, 30. mars kl. 16.00. Hér er hægt að kaupa miða.

_________________________________________________________________

Alþjóðlegar verðlaunastuttmyndir – 1

339575199_1280 (1)(Aldur 5+ / án tals/ 54 mín)

Í pakkanum fyrir yngstu börnin eru sjö myndir frá fjórum löndum. Allar myndirnar hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heim. Á meðal þeirra er franska perlan Monsterbox sem segir frá lítilli stúlku sem leitar að þaki yfir höfuðið á skrímslunum sínum.

Sýningatími: 24. mars kl. 18.00, 30. mars kl. 16.00. Hér er hægt að kaupa miða.

_____________________________________________________________ 

Alþjóðlegar verðlaunastuttmyndir – 2

426256324_640(Aldur 7+  / án tals / 50 mín)

Hér er í boði sýnishorn frá öllum heimshornum enda um að ræða sjö rómaðar myndir frá jafn mörgum löndum. Þar á meðal er hollenski gullmolinn Granny Lane sem er heldur betur skemmtileg útgáfa af klassísku sögunnu um skjaldbökuna og hérann. Hér er hægt að kaupa miða.

Sýningatími: 22. mars kl. 14.00, 27. mars kl. 18.00, 29. mars kl. 16. 00.

___________________________________________________________________

Alþjóðlegar verðlaunastuttmyndir – 3

Flamingo 4 poster(Aldur 10+ / enska/franska/spænska / 46 mín)

Sex alþjóðlegar verðlaunamyndir frá frá fjórum löndum verða sýndar. Í sumum þeirra er talað því ágætt að hafa einhverja enskukunnáttu. Það ætti engin að láta framhjá sér fara tilvistarkreppu flamingófuglsins í þýsku perlunni Flamingo Pride sem er á meðal myndanna.

Sýningatímar: 23. mars kl. 18.00, 28. mars kl. 18.00, 30. mars kl. 20.00. Hér er hægt að kaupa miða.

 

_____________________________________________________________________

Alþjóðlegar verðlaunastuttmyndir – 4

(Allur aldur/ án tals og íslenska)

Verðlaunastuttmyndir fyrir yngstu börnin – kynslóðinna sem hefur ekki ennþá fengið að upplifa hina yndislegu íslensku perlu Litlu lirfuna ljótu og til að gera góða skemmtun betri bætum við þremur frábærum smábarnateiknimyndum.

Sýningatímar: 23. mars kl. 14.00, 29. mars kl. 14.00. Hér er hægt að kaupa miða.

____________________________________________________________________

Pólskar verðlaunastuttmyndir – 5

(Pólland/ klassískar teiknimyndir /allur aldur/ án tals)

Klassískar pólskar teiknimyndir frá sjöunda og áttunda áratugnum. Myndirnar eru án tals, hreyfimyndagerð frá Austantjaldslöndunum eins og hún gerist best. Bolek og Lolek henta öllum aldri um er að ræða stórskemmtilega karaktera í ýmsum aðstæðum.

Sýningatímar: 23. mars kl. 16.00, 30 mars kl. 14.00. Hér er hægt að kaupa miða.

______________________________________________________________________

Stuttmyndapakki 4

litla_lirfan_ljota_2002Litla lirfan ljóta (Ísland 2002 / Allur aldur / íslenska og án tals / 48 mín)

Monsterbox  (Frakkland 2012/  án tals/  8 mín)

The Odd Sound Out (Danmörk 2013/ án tals/  7 mín)

Tumblies  (Holland 2013/ án tals/ 5 mín)

Þessi pakki er fyrir allra yngstu börnin – kynslóðinna sem hefur ekki ennþá fengið að upplifa hina yndislegu íslensku perlu Litlu lirfuna ljótu og til að gera góða skemmtun betri bætum við þremur frábærum smábarnateiknimyndum. Hér er hægt að kaupa miða.

_____________________________________________________________________

Íslenskar stuttmyndir

little_cosmonaut_poster

(Aldur 10+ / íslenska / 75 mín)

Við bjóðum upp á fjórar stórskemmtilegar stuttmyndir eftir íslenska leikstjóra. Þetta eru myndirnar Heilabrotinn, Snjór, Lítill geimfari og Ráðagóða stelpan. Ólíkar myndir eftir fjóra fagmenn.

Sýningatímar: 22. mars kl. 18.00, 25. mars kl. 18.00, 30. mars kl. 18.00. Hér er hægt að kaupa miða.

 

______________________________________________________________________

Íslenskar stuttmyndir gerðar af unglingum fyrir unglinga

(Aldur 12+ / íslenska / 60 mín)

Það er ekki skortur á íslenskum stuttmyndum gerðum af íslenskum unglingum og í samvinnu við Myndver grunnskólanna er boðið upp á fjölbreyttar unglingastuttmyndir. Þ.á.m. er heimildarmynd um tónlistakonuna Kolfinnu Nikulásdóttur frá því hún var sjálf unglingur, en eins og rappáhugafólk veit hefur Kolfinna m.a. getið sér gott orð með Reykjarvíkurdætrum.

Sýningatímar: 22. mars kl. 20.00, 26. mars kl. 18.00, 29. mars kl. 20.00. Hér er hægt að kaupa miða.

______________________________________________________________________

The Goonies / Grallararnir

Goonies-poster

(Bandaríkin 1985 / Aldur 10+ / enska – með íslenskum leiklestri / 114 mín)

Þeir Sveppi og Villi munu kíkja í heimsókn og talsetja í beinni uppáhalds mynd sína The Goonies 23. mars kl. 16.00. Það er því tilvalið tækifæri fyrir foreldra að mæta með börnunum og endurupplifa þessa frábæru mynd í stórskemmtilegri meðför tvíeykisins. Ath. aðeins þessi eina sýning.

Sýnd 23. mars kl. 16.00. Hér er hægt að kaupa miða.

____________________________________________________________________

Memoria og Vampire Hunter D: Bloodlust – Sérsýning fyrir 15 ára og eldri

Vampire-hunter-d-poster

(Danmörk 2013 og Japan 2000 // Stranglega bönnuð innan 15 / 110 mín)

Memoria eftir Elísabetu Ýr Atladóttur fer með áhorfendur inn í myrkan huga manns. Strax í kjölfarið er það svo japanska manga teiknimyndin Vampire Hunter D: Bloodlust. Frábærir karakterar, frábærar teikningar og klikkuð saga af ekkert venjulegum vampírubana. Ath. aðeins þessi eina sýning.

Sýnd: 29. mars kl. 20.00. Hér er hægt að kaupa miða.

___________________________________________________________________

Safety last!

SafetyLastTCMPosterBig

(Bandaríkin 1923 / Allur aldur / án tals / 70 mín)

Við verðum með sérsýningu á þessari stórbrotnu perlu Fred Newmeyer með Harold Lloyd þar sem hann var á hápunkti ferils síns sem „Gleraugnamaðurinn”. Myndin verður sýnd með lifandi undirleik. Það er því tilvalið að koma og upplifa klukkuatriðið fræga á hvíta tjaldinu. Athugið, aðeins þessi eina sýning.

Sýnd: 30. mars kl. 18.00. Hér er hægt að kaupa miða.

_____________________________________________________________________

The Kid

936full-the-kid-poster

(Bandaríkin 1921 / Aldur 6+ / án tals / 68 mín)

Klassísk Charlie Chaplin mynd þar sem umrenningurinn tekur að sér munaðalaust barn. Heilu kynslóðirnar muna eftir þessari sprenghlægilegu mynd auk þess sem margir hafa farið út með tár á hvarmi i lokin.

Sýningartími: 23. mars kl. 18.30, 29. mars kl. 18.00. Hér er hægt að kaupa miða.

 

 

 

 

Camera Obscura

Camera-Obscura-Portsmouth-Natural-History-Museum-Cumberland-HouseCamera Obscura þýðir dimmt herbergi og er fyrst getið í heimildum 500 f.k. Hugmyndin þróaðist í meðförum Leonardo DaVinci og fleiri allt til átjándu aldar þar sem farið var að nota spegla til að myndin sneri rétt. Við verðum með svart rými fyrir gesti og gangandi sem geta farið fjórir saman inn og horft á fjögurra mínútu sýningu. Boðið verður upp á leiðsögn kl 15:30 laugardag 22. mars og sunnudag 23. mars.

Miðasala fer fram á midi.is og í miðasölu Bíó Paradísar.

Fréttir/pistlar, Kvikmyndir, Þýskaland

Ein skoðun to “Sýningartímar Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar 2014”

  1. Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís 20.-30. mars | Klapptré says:

    […] Sýningartíma má sjá hér: Sýningartímar Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar 2014 […]

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.