Indversk Kvikmyndahátíð 8.-13. apríl
Indverska kvikmyndahátíðin verður haldin í annað sinn í Bíó Paradís dagana 8. apríl –13. apríl. Að þessu sinni verða kynntar til leiks 6 nýlegar kvikmyndir og ein klassísk bíómynd í nýútkominni þrívíddar útgáfu. Þetta er engin önnur en karrývestrinn Sholay sem talinn er meðal bestu indversku kvikmynda 20 aldar. Þess má geta að allar myndirnar verða sýndar með enskum texta en nánari upplýsingar um sýningartíma má finna á hér að neðan og á indianfilmfestival.is
Allt eru þetta gæðamyndir og er ætlun þeirra sem standa að kvikmyndahátíðinni að gera enn betur en síðast. Án stuðningsaðila hefði hátíðin ekki orðið að veruleika og því ber sérstaklega að þakka Sendiráði Indlands, State Bank of India í Bretlandi og fleirum.
Fyrir tveimur árum, árið 2012 var Indverska kvikmyndahátíðin haldin í Bíó Paradís í fyrsta skipti og vakti mikla athygli. Hún var samvinnuverkefni Vina Indlands, Bíó Paradísar og Sendiráðs Indlands á Íslandi. Auk þess veitti sendiráð Íslands í Nýju Dehli mikilvæga aðstoð við undirbúning hátíðarinnar.
Dagskrá hátíðarinnar:
Lengd: 134 mín
Land: Indland
Leikstjóri: Gauri Shinde
Aðalhlutverk: Sridevi, Adil Hussain, Mehdi Nebbou
Dagskrá: Indversk Kvikmyndahátíð
English: A quiet, sweet tempered housewife endures small slights from her well-educated husband and daughter everyday because of her inability to speak and understand English. Here you can buy tickets online.
Lengd: 155 mín
Land: Indland
Leikstjóri: Sanjay Leela Bhansali
Aðalhlutverk: Ranveer Singh, Deepika Padukone, Krishna Singh Bisht
Dagskrá: Indversk Kvikmyndahátíð
__________________________________________________________________________
Lengd: 156 mín
Land: Indland
Leikstjóri: Anubhav Sinha
Aðalhlutverk: Arjun Rampal, Shah Rukh Khan, Kareena Kapoor
Dagskrá: Indversk Kvikmyndahátíð
Lengd: 94 mín
Land: Indland
Leikstjóri: Abhishek Sharma
Aðalhlutverk: Ali Zafar, Pradhuman Singh, Piyush Mishra
Dagskrá: Indversk Kvikmyndahátíð
Efni: Ali Hassan er fréttamaður á lítilli staðbundinni sjónvarpsstöð í Karachi. Í gúrkutíðinni er hann sendur út af örkinni til þess að fylgjast með keppni þar sem hanar eru að keppa í gali, sem er ekki mjög spennandi verkefni fyrir metnaðarfullan fréttamann. Einn af kjúklingabóndunum sem tekur þátt í keppninni er sláandi líkur Bin Laden. Fréttamaðurinn fær því þá briljant hugmynd að hægt væri að búa til fréttamyndband með fölsuðum skilaboðum frá Bin Laden og græða á því mikinn pening með því að selja það til heimspressunar. Hann platar kjúklingabóndann, tvífara Bin Laden til þess að koma í sjónvarpsviðtal, segir að það sé fyrir arabíska sjónvarpsstöð og kjúklingabóndinn þurfi því að tala á arabísku. Hænsnabóndinn segist ekkert kunna í arabísku, fréttamaðurinn segir honum að það skipti engu máli því að hann muni láta hann hafa texta sem hann geti lesið upp. Fréttamaðurinn fær síðan vin sinn til þes að skrifa kjarnyrta yfirlýsingu í anda Bin Laden á arabísku. Og fær förðunarfræðingin á sjónvarpsstöðinni til þess að farða kjúklingabóndann til þess að gera hann ennþá líkari Bin Laden. Kjúklingabóndinn les upp yfirlýsinguna og fréttamaðurinn selur heimspressunni yfirlýsinguna fyrir mikla peninga og er mjög glaður með það. Hins vegar renna tværi grímur á hann þegar hann sér að ráðamenn í Bandaríkjunum taka eðlilega yfirlýsinguna mjög alvarlega og hefst þá mikill farsi sem ekki er rétt að reka nánar.Segja má að vettvangur baráttunnar gegn Bin Laden og samtökum hans hafi verið í bakgarði Indlands. Baráttan gegn hryðjuverkum og hryðjuverkasamtökum hefur verið umfjöllunarefni í mörgum indverskum bíómyndum á undanförnum árum. Efnistök hafa verið mismunandi eins og gengur. Hægt hefði verið að halda indverska kvikmyndahátið sem samanstæði eingöngu af indverskum kvikmyndum sem fjallaði um ýmsar hliðar þessa máls. En þess má geta að margir hófsamir múslimar hafa tekið þessi mál öll mjög nærri sér auk þess sem sumir þeirra hafa orðið fyrir fordómum vegna trúar sinnar. Hér mætti nefna myndir eins og My Name is Kahn sem Sharuhk Kahn leikur aðalhlutverkið í en hann leikur einmitt aðalhlutverkið í annarri kvikmynd sem sýnd er á hátíðinni í ár þ.e.a.s. Rab ne bana di jodi.Í myndinni Tere Bin Laden er tekin gamansamur vinkill á málið og verða fréttsamenn skotspónn hennar.
English: A Pakistani news reporter concocts a novel video in a desperate bid to immigrate to the United States of America. Here you can buy tickets online.
Lengd: 164 mín
Land: Indland
Leikstjóri: Aditya Chopra
Aðalhlutverk: Shah Rukh Khan, Anushka Sharma, Vinay Pathak
Dagskrá: Indversk Kvikmyndahátíð
Efni: Surinder (Shaj Rukh Khan) er eins venjulegur og hversdagurinn. Hann vinnur á skrifstofu og er feiminn og óframfærinn. Hann giftist ungri blómarós (Anushka Sharma) sem hann á erfitt með að nálgast. Það er aðeins ein leið til að ná til hennar, það er í gegnum dansinn. Hann neyðist til að fara út fyrir þægindarammann og lifir tvöföldu lífi sem skrifstofublók á daginn og villtur dansari á kvöldin. Yndisleg gamanmynd sem fær alla til þess að iða í sætinu og drífa sig út á dansgólfið. Aðalleikarar myndarinnar eru Shahrukh Khan og Anushka Sharma. Sharma er fræg indversk leikkona sem lék m.a. í myndinni Band Baja Barat sem sýnd var á síðustu Indversku kvikmyndahátið 2012. Shahrukh Khan aftur á móti er einn af allra þekktustu leikurum í Bollywood og er nánast í guðatölu á Indlandi. Shahrukh Kahn leikur einnig aðalhlutverkið í mjög ólíkri mynd sem líka er sýnd á hátíðinni en það er ofurhetjumyndin Ra.One.
English: A middle-aged man who lost his love for life rediscovers it by assuming a new identity in order to rekindle the romantic spark in his marriage. Here you can buy tickets online.
Lengd: 204 mín
Land: Indland
Leikstjóri: Ramesh Sippy
Aðalhlutverk: Dharmendra, Sanjeev Kumar, Hema Malini
Dagskrá: Indversk Kvikmyndahátíð
__________________________________________________________________________
Verið velkomin á Indverska kvikmyndahátíð í Bíó Paradís!