Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Indversk Kvikmyndahátíð 8.-13. apríl

Indversk Kvikmyndahátíð 8.-13. apríl

Apr 09, 2014 Engin skoðun

Indverska kvikmyndahátíðin verður haldin í annað sinn í Bíó Paradís dagana 8. apríl –13. apríl.  Að þessu sinni verða kynntar til leiks 6 nýlegar kvikmyndir og ein klassísk bíómynd í nýútkominni þrívíddar útgáfu. Þetta er engin önnur en karrývestrinn Sholay sem talinn er meðal bestu indversku kvikmynda 20 aldar. Þess má geta að allar myndirnar verða sýndar með enskum texta en nánari upplýsingar um sýningartíma má finna á hér að neðan og á indianfilmfestival.is


Allt eru þetta gæðamyndir  og er ætlun þeirra sem standa að kvikmyndahátíðinni að gera enn betur en síðast. Án stuðningsaðila hefði hátíðin ekki orðið að veruleika og því ber sérstaklega að þakka Sendiráði Indlands,  State Bank of India í Bretlandi og fleirum.

Fyrir tveimur árum, árið 2012 var Indverska  kvikmyndahátíðin haldin í Bíó Paradís í fyrsta skipti og vakti mikla athygli. Hún var samvinnuverkefni  Vina Indlands,  Bíó Paradísar og  Sendiráðs Indlands á Íslandi. Auk þess veitti sendiráð Íslands í Nýju Dehli mikilvæga aðstoð við undirbúning hátíðarinnar.

Dagskrá hátíðarinnar:

English Vinglish / Enskunámið
Screen Shot 2014-03-25 at 4.43.19 PMTegund og ár: Rómantísk gamanmynd, 2010
Lengd: 134 mín
Land: Indland
Leikstjóri: Gauri Shinde
Aðalhlutverk: Sridevi, Adil Hussain, Mehdi Nebbou
Dagskrá: Indversk Kvikmyndahátíð
Sýningatímar: Þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:00, föstudaginn 11. apríl kl. 18:00 og sunnudaginn 13. apríl kl. 20:00. Hér er hægt að kaupa miða.
Efni: Ung húsmóðir (Sridevi) sem einnig er mjög fær í að gera indverska eftirréttinn  laddoo.  Henni finnst hún ekki vera metin að verðleikum heima hjá sér vegna þess að hana skortir enskukunnáttu.  Þegar hún er beðin að koma til New York til þess að undirbúa brúðkaup  frænku sinnar fær hún óvænt tækifæri til þess að bæta sig í enskunni  og styrkja sjálfsálitið í leiðinni. Hún fer að endurskoða líf sitt í framhaldi af því og sambandið við fjölskylduna.  Þetta er rómantísk gamanmynd sem gerist að mestu í New York. Myndin er byggð á ævi móður leikstjórans og lýsir vel erfiðleikum og skondnum uppákomum sem búast má við sem nýbúi í ókunnri stórborg.  Kvikmyndin hlaut mikið lof þegar hún kom út.  Leikkonunni Sridevi hefur verið líkt við Meryl Streep og þykir myndin mikill leiksigur fyrir hana.  Gamanmynd með alvarlegum undirtón.

English: A quiet, sweet tempered housewife endures small slights from her well-educated husband and daughter everyday because of her inability to speak and understand English. Here you can buy tickets online.

___________________________________________________________________________
Goliyon Ki Raasleela Ram-Leela / Rómeó og Júlía 
Screen Shot 2014-03-25 at 4.41.50 PMTegund og ár: Ástarsaga, 2013
Lengd: 155 mín
Land: Indland
Leikstjóri: Sanjay Leela Bhansali
Aðalhlutverk: Ranveer Singh, Deepika Padukone, Krishna Singh Bisht
Dagskrá: Indversk Kvikmyndahátíð
Sýningartímar: Fimmtudaginn 10. apríl kl. 18:00 og sunnudaginn 13. apríl kl. 20:00. Hér er hægt að kaupa miða.
Efni: Það hafa margar leikgerðir verið gerðar af sögunni  um Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare.  Þetta er Bollywood leikgerð af sögunni.  Ungt ástfangið par blandast inn í blóðugar deilur stríðandi fylkinga.  Þar togast á ástin og skyldan.  Myndin hefur allt sem sönn masala mynd þarf að hafa. Kynþokkinn drýpur af hverri senu  og er samleikur aðalleikaranna virkilega heillandi og dansarnir magnaðir og kraftmiklir. Myndin var frumsýnd á Indlandi í nóvember 2013 og þóttu dansatriðin  hreint sjónarspil enda fékk  myndin verðlaun fyrir búninga, leikstjórn og klippingu.  Myndin halaði inn fjölda verðlauna  bæði Ranveer Singh sem leikur Rómeó og Deepika Padukona sem leikur Júlíu hlutu verðlaun sem bestu karl og kven leikarar í aðalhlutverki. Leikstjórinn Sanjay Leela Bhansali gerði einnig myndina Devdas sem tilnefnd var til Baftaverðlaunanna og hlaut einnig verðlaun á Cannes sem besta erlenda myndin. Devdas var framlag Indlands til Óskarsverðlauna árið 2003.
English: Ram and Leela, their love, lust and the drama afterwards. Modern adaptation of William Shakespeare’s ‘Romeo & Juliet’. Here you can buy tickets online.

__________________________________________________________________________

RA.One 
MV5BMzcyMjMxOTg4MF5BMl5BanBnXkFtZTcwNzEwMDE5Ng@@._V1_SX640_SY720_Tegund og ár: Vísindaskáldskapur, 2011
Lengd: 156 mín
Land: Indland
Leikstjóri: Anubhav Sinha
Aðalhlutverk: Arjun Rampal, Shah Rukh Khan, Kareena Kapoor
Dagskrá: Indversk Kvikmyndahátíð
Sýningatímar: Fimmtudaginn 10. apríl kl. 21:00 og laugardaginn 12. apríl kl. 18:00. Hér er hægt að kaupa miða.
Efni: Segja má að Ra.One sé indverska útgáfan af IronMan/Spiderman.  En augljóstar tilvísanir eru til þeirra mynda.  Í Bandarísku Iron Man myndunum snýst myndin um vopnaframleiðslu og hernaðarbrölt en í hinni indversku Ra.One er tölvuleikjaiðnaðurinn vettvangur sögunnar.Tölvuleikjahönnuður sem starfar í tölvuleikjafyrirtæki í London, hann á að baki marga misheppnaða tölvuleiki og núna fær hann síðasta séns til þess að hanna nýja leik.  Sonur tölvuleikjahönnuðsins veitir honum hugmynd að nýjum tölvuleik þar sem “vondikallinn” í leiknum er mun öflugri en “góði gæinn” í leiknum.  Ra.One er nafnið á tölvuleiknum og um leið vonda kallinum í leiknum. Það er hins vegar einhver vila í tölvuleiknum sem leiðir til þess að  Ra.One sleppur út úr leiknum og fer á kreik í raunheimum.  Þá eru góð ráð dýr og ekki rétt að rekja söguþráðin frekar.Aðalleikarinn í myndinni er engin annan er Shahrukh Kahn sem er einn af stærstu stjörnunum í Bollywood.  En þess má geta að hann leikur mjög ólíkt hlutverk í annarri mynd sem sýnd er á hátíðinni sem heitir Rab ne bana di jodi.
English: A video game developer’s world spirals out of control when his shape-shifting indestructible virtual creation becomes all too real. Here you can buy tickets online.

___________________________________________________________________________
Tere Bin Laden
tere-bin-laden-2010Tegund og ár: Gamanmynd/Drama 2010
Lengd
94 mín
Land:
Indland
Leikstjóri
Abhishek Sharma
Aðalhlutverk
Ali Zafar, Pradhuman Singh, Piyush Mishra
Dagskrá:
 Indversk Kvikmyndahátíð
Sýningatímar: Miðvikudaginn 9. apríl kl. 22:00, fimmtudaginn 10. apríl kl. 20:00, föstudaginn 11. apríl kl. 18.00 og laugardaginn 12. apríl kl. 22.00. Hér er hægt að kaupa miða.

Efni: Ali Hassan er fréttamaður á lítilli staðbundinni sjónvarpsstöð í Karachi.  Í gúrkutíðinni er hann sendur út af örkinni til þess að fylgjast með keppni þar sem hanar eru að keppa í gali, sem er ekki mjög spennandi verkefni fyrir metnaðarfullan fréttamann.  Einn af kjúklingabóndunum sem tekur þátt í keppninni er sláandi líkur Bin Laden.  Fréttamaðurinn fær því þá briljant hugmynd að hægt væri að búa til fréttamyndband með fölsuðum skilaboðum frá Bin Laden og græða á því mikinn pening með því að selja það til heimspressunar.  Hann platar kjúklingabóndann, tvífara Bin Laden til þess að koma í sjónvarpsviðtal, segir að það sé fyrir arabíska sjónvarpsstöð og kjúklingabóndinn þurfi því að tala á arabísku.  Hænsnabóndinn segist ekkert kunna í arabísku, fréttamaðurinn segir honum að það skipti engu máli því að hann muni láta hann hafa texta sem hann geti lesið upp.  Fréttamaðurinn fær síðan vin sinn til þes að skrifa kjarnyrta yfirlýsingu í anda Bin Laden á arabísku.  Og fær förðunarfræðingin á sjónvarpsstöðinni til þess að farða kjúklingabóndann til þess að gera hann ennþá líkari Bin Laden.  Kjúklingabóndinn les upp yfirlýsinguna og fréttamaðurinn selur heimspressunni yfirlýsinguna fyrir mikla peninga og er mjög glaður með það.  Hins vegar renna tværi grímur á hann þegar hann sér að ráðamenn í Bandaríkjunum taka eðlilega yfirlýsinguna mjög alvarlega og hefst þá mikill farsi sem ekki er rétt að reka nánar.Segja má að vettvangur baráttunnar gegn Bin Laden og samtökum hans hafi verið í bakgarði Indlands.  Baráttan gegn hryðjuverkum og hryðjuverkasamtökum hefur verið umfjöllunarefni í mörgum indverskum bíómyndum á undanförnum árum.  Efnistök hafa verið mismunandi eins og gengur.  Hægt hefði verið að halda indverska kvikmyndahátið sem samanstæði eingöngu af indverskum kvikmyndum sem fjallaði um ýmsar hliðar þessa máls.  En þess má geta að margir hófsamir múslimar hafa tekið þessi mál öll mjög nærri sér auk þess sem sumir þeirra hafa orðið fyrir fordómum vegna trúar sinnar.  Hér mætti nefna myndir eins og My Name is Kahn sem Sharuhk Kahn leikur aðalhlutverkið í en hann leikur einmitt aðalhlutverkið í annarri kvikmynd sem sýnd er á hátíðinni í ár þ.e.a.s. Rab ne bana di jodi.Í myndinni Tere Bin Laden er tekin gamansamur vinkill á málið og verða fréttsamenn skotspónn hennar.

English: A Pakistani news reporter concocts a novel video in a desperate bid to immigrate to the United States of America. Here you can buy tickets online.

___________________________________________________________________________
Rab ne bana di jodi / Sköpuð fyrir hvort annað
Screen Shot 2014-03-25 at 4.44.51 PMTegund og ár: Rómantík, Gamanmynd, 2008
Lengd: 164 mín
Land: Indland
Leikstjóri: Aditya Chopra
Aðalhlutverk: Shah Rukh Khan, Anushka Sharma, Vinay Pathak
Dagskrá: Indversk Kvikmyndahátíð
Sýningatímar: Miðvikudaginn 9. apríl kl. 17.50 og föstudaginn 11. apríl kl. 21:00. Hér er hægt að kaupa miða.

Efni: Surinder (Shaj Rukh Khan)  er eins venjulegur og hversdagurinn.  Hann vinnur á skrifstofu og er feiminn og óframfærinn.  Hann giftist  ungri blómarós (Anushka Sharma) sem hann á erfitt með að nálgast.  Það er aðeins ein leið til að ná til hennar, það er í gegnum dansinn.  Hann  neyðist til að fara út fyrir þægindarammann og  lifir tvöföldu lífi sem skrifstofublók á daginn og villtur dansari á kvöldin.   Yndisleg gamanmynd sem fær alla til þess að iða í sætinu og drífa sig út á dansgólfið.  Aðalleikarar myndarinnar eru Shahrukh Khan og Anushka Sharma.  Sharma er fræg indversk leikkona sem lék m.a. í myndinni Band Baja Barat sem sýnd var á síðustu Indversku kvikmyndahátið 2012.  Shahrukh Khan aftur á móti er einn af allra þekktustu leikurum í Bollywood og er nánast í guðatölu á Indlandi. Shahrukh Kahn leikur einnig aðalhlutverkið í mjög ólíkri mynd sem líka er sýnd á hátíðinni en það er ofurhetjumyndin Ra.One.

English: A middle-aged man who lost his love for life rediscovers it by assuming a new identity in order to rekindle the romantic spark in his marriage. Here you can buy tickets online.

___________________________________________________________________________
Sholay (3D)
sholay-3d-character-poster_138424070900Tegund og ár: Spenna / Gamanmynd / Ævintýramynd,
Lengd:  204 mín
Land: Indland
Leikstjóri: Ramesh Sippy
Aðalhlutverk: Dharmendra, Sanjeev Kumar, Hema Malini
Dagskrá: Indversk Kvikmyndahátíð
Sýningatímar: Miðvikudaginn 9. apríl kl. 21:00 og laugardaginn 12. apríl kl. 21:00. Hér er hægt að kaupa miða.
Boðið verður upp á hlé á sýningunni.
Efni: Sholay er frægasti karry vestri allra tíma. Myndin segir frá Thakur (Sanjeev Kumar) sem fær tvo  smákrimma Veeru (Dharmendra) og Jai (Amitabh Bachchan) til að klófesta fornan óvin sinn Gabbar sem er mesta illþýði indversku  kvikmyndasögunnar.  Myndin byggist upp á eltingaleikum við Gabbar og bardögum við illvirkja hans. Myndin kom út 1975 og strax eftir það hlaut hún mikla hylli.  Hún er orðin cultmynd í dag Ástæður vinsælda myndarinnar má ekki sist rekja til margra fleygra setninga sem sagðar eru í myndinni og mörg laganna í myndinni hafa notið mikilla vinsælda.  Á kvikmyndahátíðinni verður boðið upp á splúnkunýja 3D útgáfu af myndinni . Sholey kom mörgum frægustu  leikurum á Indlandi á kortið eins og Amitabh Bachchan og Sanjeev Kumar  hún er talin ein af bestu Indversku myndum allra tíma.
English: After his family is murdered by a notorious and ruthless bandit, a former police officer enlists the services of two outlaws to capture him. Here you can buy tickets online.

__________________________________________________________________________
Verið velkomin á Indverska kvikmyndahátíð í Bíó Paradís!

Fréttir/pistlar, Indland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Indversk Kvikmyndahátíð 8.-13. apríl”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.