Vive la France
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2014
- Lengd: 90 mín
- Land: Ísland, Finnland, Noregur, Svíþjóð
- Leikstjórar: Helgi Felixson, Titti Johnson
- Dagskrá: Vegna fjölda áskorana, er myndin sýnd 21. og 22. október kl 20:00.
Efni: Kua og Teriki eru ástfangin og hyggjast gifta sig innan skamms. Þau hafa komist að því að barn þeirra, Maoki, er veilt fyrir hjarta. Þá hafa sjö manns úr fjölskyldu Teriki fengið krabbamein, þar á meðal faðir hans Maro. Ástæður þessa rekja þau til nálægðarinnar við Moruroa þar sem Frakkar sprengdu alls 193 kjarnorkusprengjur á fyrrgreindu 30 ára tímabili. Jafnframt er talin hætta á að Moruroa gæti fallið saman og þannig valdið gríðarlegri flóðbylgju sem myndi færa eyjuna þeirra í kaf. Samkvæmt ýmsum sérfræðingum er talið að milli tvö til þrjú tonn af Plútóníum sé að finna undir Moruroa sem ógnar öllu Kyrrahafssvæðinu um margar næstu aldir. Miðasala er hafin hér:
Myndin hefur farið sannkallaða sigurför um kvikmyndahátíðir heimsins en hún var sýnd í byrjun október á Science Film Festival í París þar sem hún hlaut sérstök verðlaun dómnefndar, þar á eftir á Chicago International Film Festival, Human Rights Film Festival í Litháen, og Toronto Enviromental Festival.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/15/kjarnorkuskandall_frakka/
http://www.ruv.is/kvikmyndir/ast-i-skugga-atombombu
___________________________________________________________________________________________________________________
English: When last the Mururoa atoll gained the attention of the world was when French president Jacques Chirac decided that nuclear testing in French Polynesia should go on. This decision met with massive resistance and the tests were ended for good the following year. In Vive La France, filmmakers Titti Johnson and Helgi Felixon visit the nearby island of Tureia to meet Kua and Teariki. The couple’s dream of starting a bakery is shattered when they are unable to secure a loan from the bank, due to the risk that the Mururoa atoll may implode, setting off a devastating tsunami. In this film about the hair-rising consequences of France’s nuclear programme, it’s plain to see the indifference that was and still is the mark of the Western world. Here you can buy tickets:
TRAILER 21 JAN 2014 from Helgi FELIXSON and Titti JOHNSON on Vimeo.