Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Síðbúin rannsókn

Síðbúin rannsókn

Oct 28, 2014 Engin skoðun

KRIÐPLEIR – leikhópur: 

„SÍÐBÚIN RANNSÓKN“

– endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar

Síðbúinn-Rannsókn-A2Drap hann mann eða drap hann ekki mann? Meðlimir leikhópsins Kriðpleir hafa ákveðið að taka upp hanskann fyrir Jón Hreggviðsson sem dæmdur var til dauða fyrir böðulsmorð árið 1683. Þeir hafa sett sér það metnaðarfulla markmið að komast endanlega til botns í málinu. SÍÐBÚIN RANNSÓKN er glænýr gamanleikur sem varpar nýju ljósi á fortíðina og veltir upp mikilvægum spurningum um sannleikann, skáldskapinn – og Laxness.

„Eina sýningin sem þú þarft að sjá um Jón Hreggviðsson!“

„Niðurstöðurnar eru sláandi!“

Miðaverð er 2.500.- kr.

 

Sýningatímar:

28. nóv klukkan 20:00 – salur 2 

29. nóv klukkan 18:00 – salur 2 

5. des klukkan 20:00 – salur 2 

6. des klukkan 20:00 – salur 2 

12. des klukkan 20:00 – salur 2 

13. des klukkan 20:00 – salur 2 

Kriðpleir leikhópur hefur starfað frá árinu 2012. Hópurinn einbeitir sér að því að miðla yfirgripsmiklu efni á skýran og einfaldan hátt, hversu vonlaust sem verkefnið kann að reynast.  Í verkinu „BLOKKIN“ (2012) bauð Friðgeir Einarsson áhorfendum heim í stofu og kynnti fyrir þeim – með aðstoð Ragnars Ísleifs Bragasonar – hugmyndir sínar um framtíð Háaleitishverfisins. Verkið „TINY GUY / LÍTILL KALL“ var sett upp í fyrirlestrarsal í aðalbyggingu Háskóla Íslands (2013); í þeirri sýningu setti Kriðpleir fram þá kenningu að mannskepnan væri í eðli sínu of löt til þess að hugsa og hlyti því að stefna stjórnlaust í átt til glötunar. SÍÐBÚIN RANNSÓKN er þriðja sýning leikhópsins.

Texti: Bjarni Jónsson

Á sviði: Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson og Árni Vilhjálmsson

Umgjörð: Tinna Ottesen

Myndvinnsla: Janus Bragi Jakobsson

Leikstjórn: Friðgeir Einarsson

Framleiðandi: Kriðpleir leikhópur

Uncategorized
Engin skoðun á “Síðbúin rannsókn”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.