Borgríki 2 – Blóð hraustra manna
- Tegund og ár: Spenna, glæpir, 2014
- Lengd: 100 mín
- Land: Ísland
- Texti: Enskur
- Leikstjóri: Ólafur de Fleur
- Aðalhlutverk: Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Zlatko Krickic, Hilmir Snær Guðnason.
- Dagskrá: frá 21. nóvember 2014
Efni: The head of the Reykjavík police department’s internal affairs unit decides to use his investigation into a corrupt police lieutenant to take down a major criminal organization. Here you can buy tickets English subtitles
‘Borgríki 2 – Blóð hraustra manna’ er æsispennandi sjálfstætt framhald myndarinnar Borgríki frá árinu 2011. Myndin fjallar um Hannes, metnaðarfullan lögreglumann, sem lendir á hálum ís þegar hann hefur rannsókn á yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar eftir ábendingu frá fyrrverandi glæpaforingja sem situr inni. Hannes sér fram á að ná að slá tvær flugur í einu höggi, ná yfirmanninum en einnig erlendri glæpaklíku sem er með tökin á borginni. Til að ná þessu markmiði sínu dregur hann lögreglukonu með erfiða fortíð inn í aðgerðirnar, óafvitandi að erlenda glæpagengið ætlar sér stóra hluti og munu svífast einskis til verja sig. Hér getur þú keypt miða