Leikskólatilboð á frumsýningu Andra og Eddu á föstudag!
Hin stórskemmtilega Andri og Edda verða bestu vinir verður frumsýnd með íslensku tali 21. mars. Slökkviliðið verður á staðnum frá kl. 16.30 með tæki og tól til sýnis en slökkviliðið kemur við sögu í myndinni. Kúrudýrin þeirra Andra og Eddu kíkja í heimsókn og heilsa upp á krakkana. Myndin sjálf hefst kl. 17.00.
Miðaverð er 500 kr. fyrir börn og 1000 kr. fyrir fullorðna. Popp og svali fylgja öllum keyptum miðum.
Andri og Edda verða bestu vinir
(Noregur 2013 / Aldur 3+ / Íslensk talsetning / 78 mín)
Þegar Andri byrjar á leikskóla kynnist hann Eddu en þau verða bestu vinir. Knúsudýrin þeirra, ljónsunginn og fröken Kanína, verða einnig vinir og þegar annað þeirra týnist á slökkvistöðinni lenda þau Andri og Edda í ýmsum ævintýrum. Myndin var tilnefnd sem besta barnamyndin á hinum norsku Amanda verðlaunum sem og að hún var tilefnd sem besta barnamyndin á kvikmyndahátíðinni í Tallinn.
Verið velkomin í Bíó Paradís!