Boltabrjálæði – lokasýningar á Fótboltadraumum 5. og 6. apríl
Ensku fótboltamyndinni Fótboltadraumar e. Believe – a theatre of dreams (Bretland 2013 / Aldur 7+ / íslenskur texti / 94 mín), var geysivel tekið á Alþjóðlegru Barnakvikmyndahátíðinni okkar í Bíó Paradís sem lauk sl. sunnudag.
Við höfum því ákveðið að vera með sannkallað fótboltabrjálæði, laugardaginn 5. apríl og sunnudaginn 6. apríl, fyrir þá sem misstu af myndinni á Barnakvikmyndahátíðinni og munum sýna hana, kl. 13:00, kl. 15:00 og kl.17:00 á laugardaginn og kr. 14:00 og 16:00 á sunnudaginn.
Athugið að þetta verða lokasýningar á þessari rómuðu mynd – sem allir knattspyrnukrakkar ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Stórkostleg mynd um dreng í Manchester árið 1984 sem á sér þann draum að keppa á stórmóti í fótbolta. Hjálpin berst úr óvæntri átt þegar Manchester United þjálfarinn Matt Busby tekur að sér að aðstoða liðið við að komast alla leið. En eins og sannir knattspyrnuáhugamenn vita, þá þjálfaði hann Busby Boys liðið sem lenti í flugslysi í Munchen árið 1958 með þeim afleiðingum að flestir leikmennirnir létust. Matt lifði hins vegar af. Í myndinni er þessum sönnu atburðum stórkostlega tvinnað inn í skálduðu atburðina og söguna af drengnum unga og draumum hans.
Myndin var tilnefnd til áhorfendaverðlauna Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík 2014. Fótboltadraumar var einnig valin besta barnamyndin á Kvikmyndahátíðinni í Zurich 2013 og tilnefnd sem besta barnamyndin á kvikmyndahátíðinni í Tallinn 2013.
Sýnd:
Laugardaginn 5. apríl
kl. 13:00 Hægt að kaupa miða hér
kl. 15:00 Hægt að kaupa miða hér
kl. 17:00 Hægt að kaupa miða hér
Sunnudaginn 6. apríl
kl. 14:00 Hægt að kaupa miða hér
kl. 16:00 Hægt að kaupa miða hér