Legendary laugardagar: Hús (Hausu)
Ómar Hauksson grafískur hönnuður með meiru, mun standa fyrir mánaðarlegum síðkvöldssýningum á hrollvekjum og öðrum kúríósum í Bíó Paradís, undir heitinu Legendary laugardagar. Sýningar verða að jafnaði þriðja laugardag í hverjum mánuði.
Fyrsta myndin í þessum dagskrárlið er hin gallsúra japanska hrollvekja Hús (House) eftir Nobuhiko Obayashi frá árinu 1977.
Hús (Hausu)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1977
- Lengd: 88 mín.
- Land: Japan
- Leikstjóri: Nobuhiko Obayashi
- Aðalhlutverk: Kimiko Ikegami, Miki Jinbo, Yôko Minamida
- Dagskrá: Legendary laugardagar
- Sýnd: 20. nóvember kl. 22:10
EFNI: Hópur skólastúlkna gista í húsi einu sem á sér ansi skrautlega fortíð og allt verður vitlaust.
UMSÖGN: (Ómar Hauksson) Ein sú al súrasta mynd sem gerð hefur verið.