BDSM kvöld í Bíó Paradís 4. maí
Sunnudaginn 4. maí kl. 20:00 heldur BDSM á Íslandi, í samvinnu við Bíó Paradís, litla kvikmyndahátíð eða BDSM bíó kvöld. Sýndar verða 6 stuttmyndir sem fjalla um BDSM, erótískt blæti, draumóra, og trans fólk. Í raun mætti segja að þær gefi innsýn í jaðarmenningu óhefðbundis kynlífs og kynvitundar.
Þetta er í fyrsta skipti sem BDSM á Íslandi heldur slíkt bíó kvöld en Fetish Film Festival bauð félaginu tækifæri til að sýna nokkrar myndir frá hátíðinni. Fetish Film Festival er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem haldin hefur verið árlega í Kiel í Þýskalandi síðan 2008. Myndirnar sem eru til sýningar hér unnu allar til verðlauna á hátíðinni. Hátíðin miðar að því að fræða og upplýsa um jaðarmenningu kynlífs, erótíkur og kynvitundar, gegn fordómum og til að stuðla að fjölbreytileika og umburðarlyndi. Lykilviðmiðin þegar velja á myndir á hátíðina eru þau sömu og einkunnarorð BDSM á Íslandi; öruggt, samþykkt og meðvitað.
Hér er hægt að kaupa miða. / Here you can buy ticket online for the award winning films from Fetish Film Festival in Kiel.
THE CHAUFFEUR (Bandaríkin), 24 mín
Leikstóri: Maud Ferrari
Tal / texti: Enska og franska, franskir hlutar eru með enskum texta.
Efni: Leikkona rekst fyrir tilviljun á bílstjóra sem hefur óvenjulegar þrár… Myndin fékk verðlaun á Fetisch Film Festival Germany fyrir besta leikara í stuttmynd Johnny Kostrey.
The Chauffeur – Clip 1 from Maud Ferrari on Vimeo.
The DhauffeurShortFilm á facebook.
DA KINK IN M Y LAIR (Kanada), 18 mín
Leikstjóri: Yulia Petrauskas
Tal: Enska
Efni: ‚Mockumentary‘ um atvinnu dómínuna Severija. Einnar konu sýning með Yulia Petrauskas
báðu megin við myndavélina. Myndin fékk verðlaun á Fetisch Film Festival Germany fyrir bestu leikkonu í stuttmynd Yulia Petrauskas.
Untitled from Yulia Petrauskas on Vimeo.
JUMPCUT (Holland), 8 mín
Leikstjóri: Saskia Quax
Tal / texti: Án tals, enskur myndtexti
Efni: Draumórar konu: ógnvænlegir og rómantískir. Myndin fékk verðlaun á Fetisch Film Festival Germany fyrir bestu stuttmynd ársins
HOUSE FOR SALE (Kanada), 18 mín
Leikstjóri: Eisha Marjara
Tal: Enska
Efni: Myndin fjallar um líf trans manneskju í úthverfi. Á Fetisch Film Festival Germany fékk Atif Siddiqi verðlaun fyrir frammistöðu í trans-hlutverki.
MISS D (Bandaríkin), 18 mín
Leikstjóri: Stefan Blomquist
Tal: Enska
Efni: Klæðskiptingur í New York fagnar áramótum þegar símtal berst úr fortíðinni. Á Fetisch Film Festival Germany Award var Scott Speiser verðlaunaður fyrir frammistöðu í trans-hlutverki.
MY DAY WITH TARNA (Þýskaland), 40 min
Leikstjóri: Chris Caliman
Tal / texti: Þýska með enskum texta
Heimildarmynd um dómínuna Tarna frá Berlín. Myndin var verðlaunuð á Fetisch Film Festival Germany sem besta heimildarmynd.