Jöklarinn
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2014
- Lengd: 50 mín
- Land: Ísland
- Leikstjóri: Kári G. Schram
- Dagskrá: Fer í sýningar 22. nóvember
Efni: Heimildakvikmynd Kára G. Schram JÖKLARINN BROT ÚR SÖGU Þórðar Halldórssonar MESTA LYGARA ALLRA TÍMA – EÐA HVAÐ! segir sögu Þórður Halldórsson frá Dagverðará – eins frægasta” Jöklara”, síns tíma – og þeirra ótrúlegu ævintýra sem hann rataði í á langri og strangri ævi.
Þórður var allt í senn: Sægarpur, refaskytta, listmálari, rithöfundur og skáld, mannvinur, náttúruverndarsinni og sagnaþulur. Umfram allt er hann þó þjóðsagnapersóna og þjóðhetja sem vert er að minnast. Hann hélt á lofti og kenndi okkur að meta náttúruna og þjóðararf fortíðar sem svo margir eru búnir að tapa eða gleyma. Hér var frjór andi á ferð sem miðlaði og gaf óspart af auðæfum sínum til að öðrum liði betur. Myndin fer í almennar sýningar í Bíó paradís þann 21. nóvember næstkomandi. Stikla úr myndinni á Facebook. Hér er hægt að kaupa miða.