Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Candyman og Hellraiser

Candyman og Hellraiser

Oct 20, 2014 Engin skoðun

Svartir Sunnudagar bjóða upp á tvöfaldar sýningar í vetur, en sunnudaginn 02. nóvember heiðra þeir leikstjórann, framleiðandann og handritshöfundinn Clive Barker. Ekki missa af stórkostlegum hrylling á hrekkjavöku, í boði Svartra Sunnudaga! Költhópinn skipa Sjón, Sigurjón Kjartansson og Hugleikur Dagsson. Miðaverð er 2.000 kr á báðar myndirnar, en 1.400 kr á staka mynd.

 

fhd992CDM_Terrence_Riggins_001Candyman kl 20:00 þann 02. nóvember

  • Tegund og ár: Drama, ráðgáta, hryllingur, 1992
  • Lengd: 99 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Bernard Rose
  • Handrit: Clive Barker, Bernard Rose
  • Aðalhlutverk: Virginia Madsen, Xander Berkeley, Tony Todd

Efni: Candyman byggir á smásögunni The Forbidden eftir Barker en söguviðið er fært frá Englandi í slömmhverfi í Chicago. Þar gengur þjóðsagan um Candyman ljósum logum en samkvæmt henni birtist Candyman ef maður stendur fyrir framan spegil og segir nafn hans fimm sinnum í röð. Vandséð er þó hvers vegna nokkur manneskja ætti að vilja reyna slíkt þar sem þá kemur Candyman og rífur fólk á hol, frá klofi upp að hálsi, með króknum sínum.

The Candyman, a murderous soul with a hook for a hand, is accidentally summoned to reality by a skeptic grad student researching the monster’s myth.


___________________________________________________________________________________________________________________

Hellriaser-Pinhead-BarkerHellraiser kl 22:00 þann 02. nóvember

  • Tegund og ár: Hryllingsmynd, 1987
  • Lengd: 94 mín
  • Land: Bretland
  • Leikstjóri: Clive Barker
  • Handrit: Cliver Barker
  • Aðalhlutverk: Andrew Robinson, Clare Higgins, Ashley Laurence

Efni: Myndin fjallar um mann og konu sem flytja inn í gamalt hús og finna forljóta veru – hálfbróður mannsins, sem einnig er fyrrum elskhugi konunnar . Veran er í felum á efri hæðinni en eftir að hann hefur tapað jarðneskum líkama sínum til þriggja Sadó – Masó djöfla, Munkanna, þá er hann látinn birtast aftur á jörðinni með blóðdropa á gólfinu. Fljótlega neyðir hann fyrrum hjákonu sína til að færa sér mannfórnir til að hann geti fullkomnað líkama sinn, en það verður til þess að reita munkana til reiði.

An unfaithful wife encounters the zombie of her dead lover; demons are pursuing him after he escaped their sadomasochistic underworld.

Fréttir/pistlar, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Candyman og Hellraiser”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.