Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Nýklassík til jóla!

Nýklassík til jóla!

Dec 08, 2010 Engin skoðun

Bíó Paradís býður uppá átta nýklassískar myndir til jóla; Das Boot, Ghostbusters, Fried Green Tomatoes, My Left Foot, Tootsie, In the Line of Fire, As Good As It Gets og The Fisher King. Fyrirhugað er að þetta sé upphafið að reglulegum sýningum á hverskyns eldri kvikmyndum víðsvegar að úr heiminum.

Das Boot

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1981
  • Lengd: 3:20 klst. (Director’s cut)
  • Land: Þýskaland (íslenskur texti)
  • Leikstjóri: Wolfgang Petersen
  • Aðalhlutverk: Jürgen Prochnow, Herbert Grönemeyer og Klaus Wennemann
  • Dagskrá: Nýklassík
  • Sýnd frá: 10.-22. desember (sjá nánar í dagskrá dagsins á forsíðu og dagskrá vikunnar)

EFNI: Innilokunarkennd, leiðindi, drulla og skelfilegur hryllingur um borð í þýskum kafbát í seinni heimsstyrjöldinni. Tvímælalaust besta kafbátamynd allra tíma og með allra bestu stríðsmyndum.

Ghostbusters

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1981
  • Lengd: 105 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Ivan Reitman
  • Aðalhlutverk: Bill Murray, Dan Aykroyd, Harold Ramis og Sigourney Weaver
  • Dagskrá: Nýklassík
  • Sýnd frá: 10.-22. desember (sjá nánar í dagskrá dagsins á forsíðu og dagskrá vikunnar)

EFNI: Þrír atvinnulausir kennarar í dulsálarfræðum setja á stofn draugabanaþjónustu. Ein skemmtilegasta og fáránlegasta gamanmynd síðari tíma.

Steiktir grænir tómatar (Fried Green Tomatoes)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1991
  • Lengd: 130 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Jon Avnet
  • Aðalhlutverk: Kathy Bates, Jessica Tandy og Mary Stuart Masterson
  • Dagskrá: Nýklassík
  • Sýnd frá: 10.-22. desember (sjá nánar í dagskrá dagsins á forsíðu og dagskrá vikunnar)

EFNI: Óhamingjusöm húsmóðir kynnist gamalli konu á hjúkrunarheimili og heillast af sögum hennar um fólk sem hún hefur kynnst á lífsleiðinni. Ein fallegasta og vinsælasta “stelpumynd” síðari tíma.

Vinstri fóturinn (My Left Foot)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1989
  • Lengd: 103 mín.
  • Land: Írland
  • Leikstjóri: Jim Sheridan
  • Aðalhlutverk: Daniel Day-Lewis, Brenda Fricker og Alison Whelan
  • Dagskrá: Nýklassík
  • Sýnd frá: 10.-22. desember (sjá nánar í dagskrá dagsins á forsíðu og dagskrá vikunnar)

EFNI: Saga Christy Brown sem fæddist fjölfatlaður en lærði að mála og skrifa með eina útlimi sínum sem hann gat stjórnað – vinstri fætinum. Hlaut tvenn Óskarsverðlaun og fjölda annarra verðlauna.

Tootsie

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1982
  • Lengd: 116 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Sidney Pollack
  • Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, Jessica Lange og Teri Garr
  • Dagskrá: Nýklassík
  • Sýnd frá: 10.-22. desember (sjá nánar í dagskrá dagsins á forsíðu og dagskrá vikunnar)

EFNI: Atvinnulaus leikari sem þykir erfiður í samskiptum dulbýr sig sem konu til að fá hlutverk í sápuóperu. Hlaut m.a. óskarsverðlaun og fjölda annarra verðlauna. Ein vinsælasta gamanmynd seinni tíma.

Í eldlínunni (In the Line of Fire)

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1993
  • Lengd: 128 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Wolfgang Petersen
  • Aðalhlutverk: Clint Eastwood, John Malkovich og Rene Russo
  • Dagskrá: Nýklassík
  • Sýnd frá: 10.-22. desember (sjá nánar í dagskrá dagsins á forsíðu og dagskrá vikunnar)

EFNI: Forsetalífvörðurinn Frank Horrigan gat ekki bjargað Kennedy, en hann er staðráðinn í að láta ekki snjallan tilræðismann komast upp með að myrða núverandi forseta Bandaríkjanna. Háspennumynd í hæsta gæðaflokki (og svo er það senan á tröppunum við Lincoln minnismerkið…)

Svo erum við að fíla þennan trailer:

As Good As It Gets

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1997
  • Lengd: 139 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: James L. Brooks
  • Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Helen Hunt og Greg Kinnear
  • Dagskrá: Nýklassík
  • Sýnd frá: 10.-22. desember (sjá nánar í dagskrá dagsins á forsíðu og dagskrá vikunnar)

EFNI: Einstæð móðir/þerna, fordómafullur rithöfundur og samkynhneigður listamaður mynda ólíklegan vinskap. Mikið gaman hefst. Mikið hlegið í salnum. Mikið af verðlaunum, þ.á.m. tveir Óskarar.

The Fisher King

  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1991
  • Lengd: 137 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Terry Gilliam
  • Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Robin Williams og Adam Bryant
  • Dagskrá: Nýklassík
  • Sýnd frá: 10.-22. desember (sjá nánar í dagskrá dagsins á forsíðu og dagskrá vikunnar)

EFNI: Útvarpsmaður á miklum bömmer vegna mistaka í fortíðinni, finnur endurlausn með því að hjálpa snarbiluðum heimilislausum manni sem var fórnarlamb þessara mistaka. Einstök húmanísk kvikmynd frá meistara Terry Gilliam.

Kvikmyndir
Engin skoðun á “Nýklassík til jóla!”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.