Legendary laugardagar: City of the Living Dead
Legendary laugardagar með Ómari Haukssyni eru vikuleg kvöld í Bíó Paradís þar sem áhorfendum gefst kostur á að horfa á sjaldséðar cult myndir og hafa gaman af. Fésbókarsíðan er hér.
Borg hinna lifandi dauðu (City of the Living Dead)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1981
- Lengd: 93 mín.
- Land: Ítalía
- Leikstjóri: Lucio Fulci
- Aðalhlutverk: Christopher George, Catriona MacColl
- Dagskrá: Legendary laugardagar með Ómari Haukssyni
- Sýnd : 8. janúar 2011
EFNI: Blaðamaður og miðill rannsaka dularfullt sjálfsmorð prests sem verður til þess að hlið vítis opnast í heimabæ hans.
UMSÖGN: Hrottalegur splatter frá ítalska meistaranum Lucio Fulci sem þykir ein hans besta ræma. Uppvakningar og annar hryllingur þar sem fólk bókstaflega ælir úr sér innyflunum.