ARNARHREIÐRIÐ: Blóðrautt sólarlag
Kvikmyndaklúbburinn Arnarhreiðrið sýnir hverskyns “költmyndir”, innlendar sem erlendar. Örninn kemur til byggða einu sinni í mánuði í vetur. Umsjónarmaður er Grímur Þórðarson kvikmyndagerðarmaður.
Allir eru velkomnir á sýningar, miðaverð aðeins 1000 krónur.
Blóðrautt sólarlag
- Tegund og ár: Leikin sjónvarpsmynd, 1977
- Lengd: 50 mín.
- Land: Ísland
- Leikstjórn og handrit: Hrafn Gunnlaugsson
- Tónlist: Gunnar Þórðarson
- Aðalhlutverk: Helgi Skúlason, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson.
- Dagskrá: Arnarhreiðrið
- Sýnd : 19. janúar
EFNI: Tveir Reykvíkingar ákveða að halda í sumarleyfi í eyðiþorp út á landi, klyfjaðir brennivíni, byssum og skotfærum. Ferðin er hugsuð sem skemmtiferð í náttúrunni en fljólega breyttist ferðin í hreina hollvekju.
UMSÖGN: Myndin olli gríðarlegum deilum í samfélaginu þegar hún var sýnd á sínum tíma. Hér má skoða ofurlítið sýnishorn af þeim umræðum og hér er dómur Sigurðar Sverris Pálssonar um myndina í Morgunblaðinu á sínum tíma.