Börn í Paradís
Bíó Paradís sinnir barnamenningu og stofnaði fyrstu og einu Alþjóðlegu Barnakvikmyndahátíðina á Íslandi árið 2013. Næsta Barnakvikmyndahátíð verður haldin í Bíó Paradís snemma á árinu 2015.
Árið um kring eru barnasýningar kl. 16 um helgar – vinsamlegast fylgist með sýningum á forsíðu vefsins.
Laugardagsbíó
Bíó Paradís sýningar á barna- og unglingakvikmyndum alla laugardaga og sunnudaga kl. 16:00. Boðið verður upp á áhugaverðar barna- og unglingakvikmyndir sem hlotið hafa viðurkenningar um allan heim. Markmið sýninganna er að bjóða upp á fjölbreytt og vandað kvikmyndaframboð fyrir börn og fjölskyldufólk á Íslandi, sýna myndir sem hafa fræðandi og þroskandi áhrif og víkka út sjóndeildarhring barna og unglinga á sama tíma og þau gleyma sér í töfraheimi kvikmyndanna. Börn í Paradís á Facebook:
Allar nánari upplýsingar um barna- og unglingasýningarnar má nálgast gegnum netfangið midasala@bioparadis.is