Ævintýri Adéle Blanc-Sec (Les aventures extraordinaires d’Adèle Blanc-Sec)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2010
- Lengd: 107 mín.
- Land: Frakkland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Luc Besson
- Aðalhlutverk: Louise Bourgoin, Mathieu Amalric & Gilles Lellouche
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 4. febrúar 2011
EFNI: Þessi spánýja kvikmynd eftir Luc Besson – sem er mun betri en Indiana Jones – fjallar um hina ungu og skeleggu fréttakonu Adèle Blanc-Sec. Allt er á öðrum endanum í París árið 1912. 136 milljóna gamalt flugeðluegg hefur klakist út á hillu í náttúrugripasafninu safni Jardin des Plantes, risaeðla er komin á ról og borgarbúar eru skelfingu lostnir. Adèle er þó hvergi bangin og lendir í alls kyns óvæntum ævintýrum.