POWELL OG PRESSBURGER MÁNUÐUR: Rauðu skórnir (The Red Shoes)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1948
- Lengd: 133 mín.
- Land: Bretland
- Texti: Nei (á ensku)
- Leikstjóri: Michael Powell
- Handrit: Emeric Pressburger og Michael Powell
- Aðalhlutverk: Anton Walbrook, Marius Goring og Moira Shearer
- Dagskrá: Powell og Pressburger mánuður
- Sýnd:11.-13. febrúar 2011
EFNI: Ung ballerína þarf að velja milli mannsins sem hún elskar og markmiðs síns um að ná á toppinn í sínu fagi.
UMSÖGN: Myndin er lauslega byggð á samnefndu ævintýri H.C. Andersen, en er einnig talin innblásin af sambandi balletdansaranna Sergei Diaghilev og Diana Gould. Diaghilev bað hana að ganga í balletflokk sinn en hann lést áður en af því varð. Gould varð síðar eiginkona fiðlusnillingsins Yehudi Menuhin.
Martin Scorsese hefur ítrekað nefnt hana sem sína uppáhaldsmynd og 2009 stóð hann að endurgerð myndarinnar og hefur hún verið sýnd víða. Annar leikstjóri, Brian De Palma, hefur einnig nefnt hana sem sína uppáhaldsmynd.
Rauðu skórnir þótti á sínum tíma einstaklega vel unnin kvikmynd. Hinn víðfrægi tökumaður Jack Cardiff myndaði og notaðist við Technicolor tæknina sem þá var ný. Scorsese hefur bent á að þetta sé ein fegursta litmynd sem gerð hafi verið.
Hún er einnig viðurkennd sem ein af sárafáum kvikmyndum sem tekur ballett alvarlega, en fjölmargir dansarar Konunglega balletsins í Bretlandi koma fram í henni.