ARNARHREIÐRIÐ: Skammdegi
Kvikmyndaklúbburinn Arnarhreiðrið sýnir hverskyns “költmyndir”, innlendar sem erlendar. Örninn kemur til byggða einu sinni í mánuði í vetur. Umsjónarmaður er Grímur Þórðarson kvikmyndagerðarmaður.
Allir eru velkomnir á sýningar, miðaverð aðeins 1000 krónur.
Skammdegi
- Tegund og ár: Leikin kvikmynd, 1985
- Lengd: 88 mín.
- Land: Ísland
- Leikstjórn: Þráinn Bertelsson
- Handrit: Þráinn Bertelsson, Ari Kristinsson
- Aðalhlutverk: Ragnheiður Arnardóttir, Eggert Þorleifsson, María Sigurðardóttir, Hallmar Sigurðsson
- Dagskrá: Arnarhreiðrið
- Sýnd: 16. febrúar 2011
EFNI: Ung ekkja sem búsett hefur verið erlendis kemur til landsins til að búa hjá mági sínum og mágkonu sem búa á einangruðum bóndabæ á vesturhluta landsins. Ekkjan erfði helming eignarinnar og er í slagtogi með ríkum manni sem býr í fiskiþorpi ekki langt frá bænum, en hann hefur áhuga á að kaupa landareignina. Áform hennar eru að fá mág sinn og mágkonu til að selja, hún er reiðubúin að beita öllum brögðum sem til þarf til að ná markmiði sínu. Brátt finnst henni að einhver ókunnug persóna sitji um fyrir henni og að líf sitt sé í hættu.
UMSÖGN: Ein af fyrstu íslensku spennumyndunum.