JACQUES DEMY MÁNUÐUR: La Baie des Anges (Englaflói)
JACQUES DEMY er algerlega sér á parti meðal evrópskra leikstjóra, rómantíker og fagurkeri sem unni dans- og söngvamyndum Hollywood en tók þá hefð og gerði að sinni með ómótstæðilegri blöndu angurværðar og lífsgleði. Við sýnum fjórar af helstu myndum hans í mars.
La Baie des Anges (Englaflói)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1963
- Lengd: 89 mín.
- Land: Frakkland
- Texti: Enskur
- Leikstjóri: Jacques Demy
- Aðalhlutverk: Jeanne Moreau, Claude Mann og Paul Guers
- Dagskrá: Jacques Demy mánuður
- Sýnd: 11.-13. mars 2011
Efni: Jackie Demaistre, langt leiddur spilafíkill, verður ástfanginn af bankastarfsmanninum Jean Fournier, sem einnig hefur mikinn áhuga á veðmálum. Ástin blómstrar í fyrstu og heppnin er með þeim í spilavítinu. En hvaða áhrif hefur það á ástina þegar lukkan snýst gegn þeim og þau fara að tapa peningum?