Í þægilegu og afslöppuðu umhverfi Bíós Paradísar er hægt að setjast niður fyrir eða eftir bíóferð, glugga í bækur, kíkja í blöð eða spá og spekúlera yfir kaffibolla, vín- eða bjórglasi og léttum veitingum. Jafnframt eru til sölu mynddiskar og fljótlega bætast við kvikmyndabækur og -blöð og annar skyldur varningur.