ARNARHREIÐRIÐ: Eldborg – sönn íslensk útihátíð
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2002
- Lengd: 83 mín.
- Land: Ísland
- Stjórnandi: Ágúst Jakobsson
- Kvikmyndataka: Ágúst Jakobsson, Bjarni Grímsson og Gunnar Páll Ólafsson
- Handrit og spyrlar: Freyr Eyjólfsson, Jón Atli Jónasson og Arna Borgþórsdóttir
- Framleiðandi: Ingvar Þórðarson
- Dagskrá: Arnarhreiðrið
- Sýnd: 13. apríl 2011
EFNI: Myndin fjallar um ungmenni á séríslensku hópfyllerí á einni umtöluðustu útíhátíð seinni ára. Tónleikastemmningin er aldrei langt undan og koma flestar vinsælustu hljómsveitir þess tíma við sögu í þessari sögufrægu mynd, þeirra á meðal eru Ný Dönsk, Stuðmenn, Geirfuglarnir, Skítamórall, Buttercup, Jet Black Joe , XXX Rottweiler hundar ofl.