Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Draumurinn um veginn, 1. hluti: Inngangan

Draumurinn um veginn, 1. hluti: Inngangan

Apr 12, 2011 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Heimildamynd, 2010
  • Lengd: 106 mín.
  • Land: Ísland
  • Stjórnandi: Erlendur Sveinsson
  • Handrit: Erlendur Sveinsson
  • Kvikmyndataka: Sigurður Sverrir Pálsson, ÍKS
  • Hljóðmaður (upptökur á Spáni): Sigurður Hr. Sigurðsson
  • Hljóðhönnun (eftirvinnsla): Bogi Reynisson
  • Þulur: Egill Ólafsson
  • Klipping: Erlendur Sveinsson
  • Kvikmyndataka að hluta: Erlendur Sveinsson 

  • Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Ýmis tónlist, þmt. tíðarandatónlist valin af Erlendi Sveinssyni
  • Framleiðandi: Erlendur Sveinsson
  • Framleiðslufyrirtæki: Kvikmyndaverstöðin ehf.
  • Dagskrá: Endursýning
  • Sýnd frá: 15-17. apríl 2011

EFNI: Draumurinn um veginn er kvikmyndabálkur í fimm hlutum sem fjallar um pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar til heilags Jakobs á Norður Spáni. Fyrsti hluti bálksins, sem frumsýndur var í lok nóvember 2010, er endursýndur í tilefni frumsýningar 2. hluta. Sýningar eru aðeins þrjár, ein á dag um helgina 15.-17. apríl.

Með pílagrímsgöngu sinni og skýrgreiningu á sjálfum sér sem menningarpílagrími lætur Thor Vilhjálmsson, einn helsti brautryðjandi nútímaskáldsögunnar á Íslandi, 40 ára draum sinn um að ganga hinn forna, 800 km langa forna pílagrímaveg til heilags Jakobs eftir endilöngum norður Spáni, rætast og það á árinu sem hann verður áttræður. Með því sannar hann það sem stundum hefur verið haldið fram að það sé aldrei of seint að láta drauma sína rætast.

Hann er uppfullur löngunar um að fá vitneskju um hvað muni gerast innra með honum á göngunni þar sem hann á í vændum samneyti við pílagríma og samræður við íbúa héraðanna sem leiðin liggur um. Landslag leiðarinnar og menningararfleifð hefur djúp áhrif á hann en fullyrt er að vitund Evrópubúa fyrir sameiginlegum rótum sínum eigi rætur að rekja til pílagrímaleiða Evrópu á miðöldum.

Á veginum er eins og nútíð og fortíð renni saman í eitt enda koma í hugann íslenskir miðaldatextar sem tengdir eru veginum jafnhliða því að Thor finnst á stundum eins og hann sá staddur inni í atriðum úr eigin bókarköflum. Hugarmyndin af forfeðrunum, sem gengið hafa veginn áður, skýrist og smám saman glæðir ferðin, sem er eitt helsta stefið í höfundarverki Thors, tilfinningu hans fyrir því, að pílagrímsgangan feli í sér táknmynd sjálfrar lífsgöngunnar.

Evrópa, Ísland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Draumurinn um veginn, 1. hluti: Inngangan”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.