Backyard opnar Bíó Paradís
Backyard, tónleikamynd eftir Árna Sveinsson og Sindra Kjartansson, verður opnunarmynd Bíós Paradísar þann 15. september næstkomandi. Myndin lýsir tónleikum sem haldnir voru í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt 2009, nánar tiltekið í bakgarði á horni Bergþórugötu og Frakkastígs. Fram koma margar af ferskari hljómsveitum landsins; Hjaltalín, FM Belfast, Múm, Reykjavík!, Retro Stefson, Borko og Sin Fang Bous.
Backyard er bráðskemmtilegt portrett af reykvískri músiksenu, full af fjöri og krafti. Myndin bar sigur úr býtum á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg í vor og kom bíógestum þar í feykilegt partístuð!
Stikla er hér.