AUSTUR-EVRÓPSKAR STRÍÐSMYNDIR: Csillagosok, katonák (Rauðir og hvítir)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1967
- Lengd: 90 mín.
- Land: Ungverjaland/Rússland
- Texti: Enskur
- Leikstjóri: Miklós Jancsó
- Aðalhlutverk: József Madaras, Tibor Molnár og András Kozák
- Dagskrá: Austur-evrópskar stríðsmyndir
- Sýnd: 13-15. maí 2011
EFNI: Rauðir og hvítir gerist árið 1919, í kjölfar byltingarinnar í Rússlandi og segir frá því hvernig ungverskir kommúnistar aðstoðuðu rússneska bolsévika (rauðir) í baráttu sinni gegn hermönnum keisararstjórarinnar (hvítir).
UMSÖGN: Rauðir og hvítir var upphaflega ungverskt-rússneskt samvinnuverkefni og framleidd í tilefni af 50 ára afmæli októberbyltingarinnar í Rússlandi. Þegar myndin var tilbúin bönnuðu stjórnvöld í Rússlandi hins vegar sýningar á myndinni í Sovétríkjunum enda var útkoman ekki sú hetjuímynd sem þau höfðu búist við. Rauðir og hvítir er minimalískt en ótrúlega kröftugt meistarastykki sem á sér fáa ef nokkra sína líka. Leikstjórinn, Miklos Jancsó, er sömuleiðis einn af helstu meisturum evrópskra kvikmynda.