AUSTUR-EVRÓPSKAR STRÍÐSMYNDIR: Voskhozhdeniye (Uppgangan)
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1977
- Lengd: 111 mín.
- Land: Rússland
- Texti: Enskur
- Leikstjóri: Larissa Shepitko
- Aðalhlutverk: Boris Plotnikov, Vladimir Gostyukhin and Sergei Yakovlev
- Dagskrá: Austur-evrópskar stríðsmyndir
- Sýnd: 20.-22. maí 2011
EFNI: Tveir sovéskir hermenn halda í leiðangur á sveitabæ skammt frá til að ná í mat handa sveltandi hersveit sinni. Þjóðverjar voru fyrri til bæjarins og því þurfa félagarnir að fara inn á óvinasvæði til að útvega matinn. Þetta verkefni reynist þeim félögum ótrúleg raun, bæði líkamleg en ekki síður sálfræðileg.
UMSÖGN: Uppgangan var síðasta mynd Larisu Shepitko, en hún lést í bílslysi árið 1979. Myndin var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 1977 og hreppti þar aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna björninn, fyrir bestu myndina. Shepitko var eiginkona Elem Klimov, leikstjóra Farið og sjáið sem verður sýnd um næstu helgi.