Jón og séra Jón
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2011
- Lengd: 72 mín.
- Land: Ísland
- Framleiðandi: Víðsýn
- Meðframleiðandi: Seylan ehf.
- Stjórn og klipping: Steinþór Birgisson
- Kvikmyndataka: Steinþór Birgisson, Sigurbjörn Búi Baldvinsson
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 15. september
EFNI: Séra Jón Ísleifsson hefur verið sóknarprestur í Árnesi Ströndum í 12 ár. Hann lifir lífinu á sinn eigin sérstæða máta og af honum eru margar sögur bæði sannar og ósannar. Í kjölfar langvinnra deilna innan safnaðarins er svo komið að mikill meirihluti sóknarbarna hefur skrifað undir vantraust á séra Jón og lýst því yfir að þau vilji ekki að hann starfi lengur sem sóknarprestur í Árnesprestakalli. Er séra Jón óhæfur prestur? Eða eru aðrir kraftar að verki? Hvað sem því líður er séra Jón maður sem er staddur á miklum tímamótum.
UMSÖGN: Jón og séra Jón er mynd sem beðið hefur verið! eftir. Hún hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2011.