Crispin Hellion Glover’s Big Slide Show!
Bandaríska stórstjarnan, ‘cult’-leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Crispin Glover sýnir tvær mynda sinna og flytur leikverk sitt ‘Crispin Hellion Glover’s Big Slide Show’ á tveimur kvöldum, 16. og 17. september næstkomandi.
Miðar fást hér (uppselt á sýninguna þann 16.9.)
Myndum Crispins er ekki dreift í kvikmyndahús samkvæmt reglubundnu dreifingarkerfi og eru ekki gefnar út á DVD eða neinu hliðstæðu formi heldur eru þær eingöngu sýndar í kvikmyndasölum að viðstöddum höfundinum sem ferðast þá sjálfur með filmurnar. Að lokinni sýningu býður leikstjórinn alltaf uppá spurningar úr sal (Q&A) og áritar bækur sínar.
Crispin öðlaðist ungur að árum þann ‘cult’ – status sem hann býr enn að meðal kvikmyndaáhugamanna, þegar hann fór með hlutverk George McFly í fyrstu Back to the Future myndinni. Hann lék Andy Warhol í The Doors mynd Oliver Stone, Cousin Dell í Wild at Heart og einnig minni hlutverk í What’s Eating Gilbert Grape, Even Cowgirls Get the Blues og The People vs. Larry Flint. Á síðustu árum hefur hann síðan átt minnisstæðar innkomur í myndum á borð við
Charlie’s Angels og Alice in Wonderland.
Crispin hefur nýtt þær tekjur sem hann hefur fengið við að leika í stórum Hollywood framleiðslum til að fjármagna sínar eigin, óháðu kvikmyndir. Sú fyrsta, What is it?, kom út árið 2005 og er nánast eingöngu skipuð leikurum með Downs heilkenni. It is Fine. Everything is Fine! kom síðan út árið 2007.