Úkraína kemur til þín!
Úkraínskar stuttmyndir, úrval stuttmynda frá Wiz-Art hátíðinni og Skuggar hinna gleymdu forfeðra eftir Sergei Paradjanov 17.-19. september.
Wiz-Art lista-hátíðin í Lviv í Úkraínu hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á stuttmyndir, það form kvikmyndarinnar sem nýtur meira listræns frelsis en flest önnur. Hátíðin hefur ávallt lagt mikla áherslu á alþjóðleg sam-skipti og í þeim anda koma hingað tveir fulltrúar hátíðarinnar til að kynna hana fyrir Íslendingum. Þetta eru annars-vegar Valentyna Zalevska, einn af stjórnend-um Wiz-Art og hinsvegar samlandi hennar, leikstjórinn Anna Smoliy, sem á eina af þeim stuttmyndum sem sýndar verða. Smoliy mun einnig halda fyrirlestur um óháða kvikmyndagerð í Úkraínu samhliða sýningu á verkum sínum í The Lost Horse galleríinu við Hverfisgötu. Boðið verður uppá tvær stuttmyndadagskrár; annarsvegar Nýjar Úkraínskar stuttmyndir og hinsvegar Úrval alþjóðlegra stuttmynda frá Wiz-Art hátíðinni. Auk þess verður sérstök sýning á hinni frægu kvikmynd Sergei Paradjanov, Skuggar hinna gleymdu forfeðra sem enginn má missa af. Við tökum hinum gersku gestum fagnandi!
Dagskrá:
Laugardagur 17. september kl. 20:
- NÝJAR ÚKRAÍNSKAR STUTTMYNDIR (ALLS 75 MÍN.):
- MAN IN COAT 6’ Maks Mylenko, 2010 / LOVERS 4’ Anna Smoliy, 2009 / WICKENBRAT 13’ Alexander Milov, 2011 / EYE 10’ Mykyta Lys’kov, 2010 / NOT SCARED 13’ Kate Naumenko, 2009 / INSIDE 9’ Olena Potyomkina, 2010 / CRADLE OF DESTINY 6’ Serhiy Silyava 2010 / DIARY OF MY I 13’ Oleksandr Anpilogov, 2011 / IN DREAM 8’ Kateryna Chepik, 2010.
Sunnudagur 18. september kl. 20:
- ÚRVAL ALÞJÓÐLEGRA STUTTMYNDA FRÁ WIZ-ART (ALLS 75 MÍN.)
- Little Quentin 9’ Albert ‘T Hooft & Pako Vink Holland, 2010 / Cigarette Candy 13’ Lauren Wolkstein BNA, 2009 / Bulba-Hair 8’ Alexandra Brozyna Pólland, 2010 / Turning 10’ Karni & Saul Bretland, 2010 / Ave.Avi 5’ Maks Afanasyev Úkraína, 2011 / Missing 12’ Joachem De Vries Holland, 2009.
Mánudagur 19. september kl. 20:
- SKUGGAR HINNA GLEYMDU FORFEÐRA / SERGEI PARADJANOV, 1964: (FRÍTT INN) Sýnd með leyfi Dovzhenko Film Studios.
- Myndin sem skóp nafn Paradjanov er stórkostlegt sjónarspil lita og tákna, fornar menningar Hutsul þjóðflokksins í Karpatíafjöllum og óhamdra ástríðna. Þetta er harmræn ástarsaga um Ivan, ungan mann sem elskar stúlku sem hann fær ekki að eiga sökum deilna milli fjölskyldna þeirra. Stúlkan ferst og síðar giftist Ivan annarri, en sú skynjar að hugur hans er ekki hjá henni, með alvarlegum afleiðingum.