Aðför að lögum
- Tegund og ár: Heimildamynd, 1997
- Lengd: 55 mín. og 51 mín (alls 106 mín.) Tveir hlutar, sýndir saman.
- Land: Ísland
- Stjórn: Einar Magnús Magnússon
- Framleiðandi: Sigursteinn Másson, Veritas.
- Handrit: Sigursteinn Másson, Kristján Guy Burgess
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 7. október 2011
EFNI: Aðför að lögum er heimildarmynd sem fjallar um ein umdeildustu sakamál Íslandssögunnar, hin svonefndu Geirfinns- og Guðmundarmál. Í myndinni er farið yfir atburðarrás sem leiddi til handtöku og síðar dóma yfir sex ungmennum og varpað ljósi á alvarlega galla í málsmeðferðinni.
UMSÖGN: Myndin var frumsýnd í Sjónvarpinu 1997 og vakti þá gríðarlega athygli. Við endursýnum hana nú í ljósi mikillar umræðu um þessi mál að undanförnu.