Deus ex cinema: Paha maa (Túndran)
- Tegund og ár: Drama, 2005
- Lengd: 130 mín
- Land: Finnland
- Texti: Enskur
- Leikstjóri: Aku Louhimies
- Aðalhlutverk: Jasper Pääkkönen, Mikko Leppilampi, Pamela Tola
- Dagskrá: Deus ex cinema
- Sýnd: Sunnudaginn 9. október kl. 20:00
EFNI: Keðjuverkun og stigmögnun ofbeldis í mannlegum samskiptum er fylgt eftir í þessari biksvörtu og dramatísku finnsku kvikmynd. Kennari er rekinn úr starfi og lætur það bitna á unglingssyni sínum. Strákurinn flækist inn í peningafölsunarmál sem vindur upp á sig og bitnar á nýjum og nýjum aðilum. Þannig viðhalda fórnarlömbin sjálf hringrás ofbeldis og eymdar.
UMSÖGN: Finnsk þyngsli í gæðaflokki. Myndin fékk fjölmörg verðlaun, t.d. besta handritið á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Aþenu 2005 og Norrænu kvikmyndaverðlaunin í Gautaborg sama ár. Áhorfendur víða um heim virðast kunna meta það hvernig framvinda sögunnar fer ávallt á versta hugsanlegan veg. Söguþráðurinn kemur saman úr nokkrum áttum og þannig minnir myndin t.d. á Pulp Fiction. Sársaukafullar aðstæður eru dregnast upp í tengslum við ofbeldi innan fjölskyldu og ráðaleysi einstaklinga og samfélags andspænis erfiðleikum lífsins. Leikarar standa sig almennt mjög vel og hrífa áhorfendur með í eymd sinni.