ÞÖGLAR: Faust
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1926
- Lengd: 106 mín.
- Land: Þýskaland
- Leikstjóri: F.W Murnau
- Aðahlutverk: Gösta Ekman, Emil Jannings, Camilla Horn
- Dagskrá: Þöglar myndir með Oddnýju Sen
- Sýnd: 31. október 2011, kl. 20:00
EFNI: Mynd Murnaus tekur fyrir eldri goðsagnir um Fást og hefst með veðmáli á milli Mephisto og engils þar sem Mephisto veðjar að hann geti eyðilagt sál roskins gullgerðarmanns að nafni Fást. Engillinn tekur veðmálinu og þá hefst spennandi frásögn sem er byggð á andstæðum eins og ljósi og myrkri, hreysti og veikindum, himnaríki og helvíti, ást og losta og þar fram eftir götunum.
UMSÖGN: Fást var síðasta kvikmyndin sem Murnau gerði í Þýskalandi en hann fór strax að lokinni vinnslu myndarinnar til Bandaríkjanna að leikstýra Sunrise (1927). Hann gerði alls fimm útgáfur af Fást sem hafa varðveist, en þær voru gerðar með tilliti til dreifingar í mismunandi löndum.
Oddný Sen kvikmyndafræðingur flytur stutt erindi á undan sýningu.