Bakka-Baldur
Tegund og ár: Heimildamynd, 2011.
Lengd: 60 mín.
Land: Ísland
Stjórnandi: Þorfinnur Guðnason
Framleiðendur: Bjarni Óskarsson, Gísli Gíslason – Villingur ehf.
Meðframleiðandi: REC Studio
Kvikmyndataka: Stefán Loftsson, Jónatli Guðjónsson
Tónlist: Eðvarð Lárusson, Magnús R. Einarsson, Tómas M. Tómasson, Erling Bang
Dagskrá: Nýjar myndir
Sýnd frá: 11. nóvember 2011
EFNI: Baldur Þórarinsson frá Bakka í Svarfaðadal hefur alið þann draum í brjósti síðastliðin tíu ár að leggja land undir fót og hitta gamlan vin sem býr á eyju í miðju Kyrrahafi. En það eru mörg ljón í veginum frá Bakka að Stóru-Eyju – sem er hinum megin á hnettinum.
UMSÖGN: Þessi nýjasta mynd Þorfinns Guðnasonar er ekki aðeins sérlega fyndin heldur einnig afar notaleg og hlýleg lýsing á einstöku samfélagi í hinum undurfallega Svarfaðardal.