A Dangerous Method (Sálarháski)
- Tegund og ár: Drama, 2011
- Lengd: 99 mín.
- Land: Bretland/Þýskaland/Kanada
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: David Cronenberg
- Aðalhlutverk: Michael Fassbender, Keira Knightley og Viggo Mortensen
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 3. febrúar 2012
EFNI: Myndin gerist í Vín og Zurich við upphaf fyrri heimstyrjaldar og er innblásin af sönnum atburðum. Upprennandi sálfræðingur, Carl Jung, á í stormasömu sambandi við lærimeistara sinn Sigmund Freud. Deilur þeirra hverfast um gullfallega en sinnisveika konu, Sabinu Spielrein. Í skugga metnaðar og blekkinga lýstur þeim saman en útkoman mun hafa gríðarleg áhrif á nútímann.
UMSÖGN: Þetta er þriðja myndin sem Cronenberg gerir með Viggo Mortensen á skömmum tíma. Hún hefur þegar fengið ýmis verðlaun og tilnefningar.