Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Indversk kvikmyndahátíð 11.-20. apríl

Indversk kvikmyndahátíð 11.-20. apríl

Apr 02, 2012 Engin skoðun

Indversk kvikmyndahátíð verður í Bíó Paradís dagana 11.-20. apríl 2012. Þetta er í fyrsta skipti sem haldin er Indversk kvikmyndahátíð á Íslandi. Henni er bæði ætlað að kynna hina stórkostlegu kvikmyndamenningu Indlands og styrkja hið góða starf Vina Indlands á Suður-Indlandi í Tamil Nadu.

Allar myndirnar eru sýndar með enskum texta.

Indverska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi Bíó Paradísar og Vina Indlands með stuðningi Sendiráðs Indlands á Íslandi. Hún væri ekki möguleg nema fyrir dyggan stuðning og aðstoð eftirtalinna aðila: Saffran, Austur indíafjélagið, Austurlandahraðlestin, Guðjón Ó, Profilm og  Movie Time Video,

Hluti af andvirði seldra miða fer til styrktar starfi Vina Indlands á Indlandi. Helstu markmið Vina Indlands eru:

  1. Að reka drengjaheimilið Grund í Thorapadi
  2. Að styðja stúlknaheimilið Salem og heimili fyrir drengi og stúlkur í Posum Kudil
  3. Að styrkja fátæk og munaðarlaus börn til náms með hjálp íslenskra styrktarforeldra
  4. Að styðja við rekstur kennslumiðstöðva í fátækum þorpum
  5. Að skipuleggja sjálfboðaliðaferðir og aðs
  6. Að styðja stúlknaheimilið Salem og heimili fyrir drengi og stúlkur í Posum Kudil
  7. Að styrkja fátæk og munaðarlaus börn til náms með hjálp íslenskra styrktarforeldra
  8. Að styðja við rekstur kennslumiðstöðva í fátækum þorpum
  9. Að skipuleggja sjálfboðaliðaferðir og aðstoða sjálfboðaliða sem vilja starfa við verkefni félagsins í Indlandi

 

MYNDIRNAR ERU:

________________________________________________________________________________

Dhoom 2

  • Bollywood / 2006
  • Leikstjóri: Sanjy Gadhvi
  • Aðalhlutverk: Hrithik Roshan, Abhishek Bachchan, Aishwarya Rai, Uday Chopra, Bispasha Basu
  • Tónlist: Pritam
  • Tegund: Spennu- gamanmynd með mikið af dans- og söng
  • 152 mínútur
  • Tungumál:  Hindi
  • Enskur texti

EFNI: Jai Dixit (Abhishek Bachchan) er hér  í annað skiftið að eltast við versta glæpamann sem um getur. Spennu-gamansaga um baráttu lögreglumanns við alþjóðlegan stórþjóf (Hrithik Roshan) sem notar nýjustu tækni til þess að fremja glæpi sína. Hann rænir bara þjóðargersemum s.s. krúnu Englandsdrottningar og elstu mynt veraldar. Eltingaleikurinn  dregur Jack  viðvegar um Indland og til Brasilíu. Bollywood mynd í sinnu fullkomnustu mynd þar sem jafnframt er gert grín að evrópskum og bandarískum spennumyndum. Dhoom 2 er fyrsta Bollywood myndin sem gerð hefur verið í Brasilíu og er tónlistin sambland af indverskri tónlist og samba.

UMSÖGN: Myndin er þriðja tekjuhæsta Bollywood myndin frá upphafi. Til gamans má geta að lögregluyfirvöld voru hrædd um að leyfa sýningar á henni vegna þess að þau töldu hana hvetja ungt fólk til ofsaaksturs.  Hún hlaut Filmfare-verðlaunin fyrir besta leikara í karlhlutverki, besta förðun, bestu búninga. Aiwhwarya Rai vann Stardust awards sem besti leikari í kvenhlutverki. Á MTV India style hátíðinni rakaði Dhoom 2 til sín 8 verðlaunum.

Nútímaleg Bollywood dans- og söngvamynd eins og þær gerast bestar.

Sýningartími:

  • Föstudaginn 13. apríl kl. 20:00
  • Þriðjudaginn 17. apríl kl.20:00

________________________________________________________________________________

Hálsmenið (Madrasapattinam)

  • Kollywood / 2010
  • Leikstjóri : A.L. Vijay
  • Aðalhlutverk: Arya, Amy Jackson, Nassar, Alexx O‘Neill
  • Tegund: Drama
  • 167 mínútur
  • Tungumál: Tamil
  • Enskur texti

EFNI: Fullorðin bresk kona ferðast til Indlands til að koma ættargrip til skila. Þennan grip hafði indverskur elskhugi hennar gefið henni  15. ágúst 1947. Hún rifjar upp atburðina fyrir 60 árum. Þetta var á tímum sem Indland var að berjast fyrir sjálfstæði frá Bretlandi og landið var púðurtunna.  Þá var ekki vel séð, hvorki frá hlið Indverja né Breta, að ung bresk kona af yfirstétt eigi samleið með indverskum manni af lægstu stigum.  Hér er að ferðinni mikil ástarsaga.  Myndin hefur verið kölluð Titanic-mynd Indverskrar kvikmyndagerðar.

UMSÖGN: Myndin hefur verið tilnefnd sem besta myndin, besti leikstjórinn, besti leikarinn,

Sýningartími:

  • Laugardaginn 14. apríl kl. 17:00
  • Mánudaginn 16. apríl kl. 20:00
  • Fimmtudaginn 19. apríl kl. 20:00


________________________________________________________________________________

Stóri dagurinn (Band Baaja Baaraat)

  • Bollywood/2010
  • Leikstjóri: Maneesh Sharma
  • Aðalhlutverk: Ranveer Singh, Anushka Sharma
  • Tegund: Rómantísk gamanmynd
  • 139 mínútur
  • Tungumál: Hindi
  • Enskur texti

EFNI: Shruti (Anushka Sharma) og Bittoo (Ranveer Singh) stofna saman fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að skipuleggja brúðkaup fyrir fólk. Þau byrja sem viðskipta­félagar og ætla að halda einkalífi og vinnunni aðskildri. Það gengur hins vegar upp og ofan.

UMSÖGN: Indversk brúðkaup geta verið alveg sér á parti, þar getur fjöldi boðsgesta varað frá 100 manns upp í 10.000 manns svo það er ekki heiglum hent að undirbúa svoleiðis viðburð. Íburðurinn er mjög mikill, veislustaðurinn er allur skreyttur hvort sem það er torg eða kirkja brúðurin er máluð með henna litum á höndum og fótum og  hlaðin gulli og gimsteinum.  Kvikmyndin er byggð upp á  nokkrum brúðkaupum sem þau undirbúa allt frá litlu sveitabrúðkaupi upp í brúðkaup ríkisarfans.  Unga parið gerir sáttmála um að blanda ekki saman einkalífi og vinnu þ.e.a.s það er bannað að verða ástfanginn af hvort öðru.  En þau sjá ekki fyrir öllu og málin flækjast þegar tilfinningarnar koma inn í spilið.  Myndin er algjört augnakonfekt, það er erfitt annað en hrífast með það  er svo mikil gleði, söngur og fallegir litir í henni  og tónlistin er grípandi.  Kvikmyndin  hefur unnið til  margra verðlauna t.d. fyrir heitasta parið og besta byrjandann en hún er frumraun Ranveer Singh sem leikur unga manninn.  Ranveer Singh heillaði leikstjórann upp úr skónum og var ráðinn í hlutverkið strax eftir fyrstu prufu.

Anushka Sharma hlaut verðlaun sem besta leikkonan, myndin hlaut verðlaun fyrir bestu tónlistina, tilnefnd fyrir besta leikstjóran, hlaut tilnefningu í Star screen Award sem besta myndin

Sýningardagar:

  • Miðvikudagur 11. apríl kl. 20:00
  • Sunnudagur 15. apríl kl. 20:00


________________________________________________________________________________

Talaðu (Bol)

  • Lollywood (Pakistan) / 2007
  • Leikstjóri: Shoaib Mansoor
  • Aðalhlutverk: Humaima Malick, Atif Aslam, Mahira Khan, Shafqat Cheema, Manzar Sehbai
  • Tegund: Drama
  • 146 mínútur
  • Tungumál: Urdu/Punjabi
  • Enskur texti

EFNI: Ung kona bíður aftöku vegna morðs. Síðasta ósk hennar er að fá að rekja sögu sína fyrir fjölmiðlum og skýra frá ástæðunum fyrir morðinu sem hún er dæmd fyrir. Hún ólst upp á ströngu heimili við mikið ofbeldi.  Hún lýsir lífi sínu í þessu fangelsi sem heimilið var og því misrétti sem konur eru beittar.

UMSÖGN: Myndin hefur hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn, sem besta kvikmyndin, besta erlenda myndin.  Shoaib Mansoor er einn virtasti leikstjóri Pakistan og hefur leikstýrt mörgum verðlaunamyndum. Hann hefur hlotið Silfurpýramídann í Cairo International Film Festival. Myndin hefur hlotið mjög góðar viðtökur og þykir gera þessu viðkvæma máli góð skil.

Þessi mynd fær verðskuldaða 8,1 í einkunn á IMDB.  Það eru ekki margar gæðamyndir sem toppa það.

Sýningardagar:

  • Sunnudagur 15. apríl kl. 17:00
  • Miðvikudagur 18. apríl kl. 20:00

_______________________________________________________________________________

Vélmenni (Enthirian)

EFNI: Tveir vísindamenn keppast um að gera hið fullkomna vélmenni.  Þegar öðrum tekst að skapa vélmenni með mannlegar tilfinningar er hætta á ferðum, sérstaklega þegar vélmennið fer að hegða sér öðruvísi en vísindamaðurinn hafði hugsað sér og hann missir stjórn á atburðarásinni.

UMSÖGN: Þetta er merkileg mynd fyrir margra hluta sakir.  Í fyrsta lagi er form myndarinnar mjög áhugavert og óvenjulegt fyrir íslenska áhorfendur, en hér er á ferðinni kvikmynd sem byggð er á svokölluðu kryddblönduformi (masala-format), sem er sérindverskt form.  Myndin er kaflaskipt með spenni­köflum, gamanmyndaköflum, rómantískum köflum sem skeytt er saman með dans- og söngvaatriðum.  Þessi uppbygging kvikmyndar er mjög ólík því sem við eigum að venjast á vesturlöndum. En þetta mun vonandi veita mörgum íslenskum áhorfendum svolítið sérstaka upplifun.  Leikstjóri myndarinnar er einn færasti leikstjóri Indlands í kryddblöndumyndum.

Þetta er dýrasta mynd sem gerð hefur verið í Asíu til þessa og jafnframt  tekjuhæsta mynd sem gerð hefur verið á tamílsku.  Tæknibrellumeistararnir eru frá Legacy effect þeir sömu sem unnu að Matrix, Avatar og Terminator.

Leikstjóri myndarinnar S. Shankar er margverðlaunaður tvær af myndum hans hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin.  Hann skrifar handrit að flestum myndum sinum líkt og hann gerir í Vélmenni.

Myndin vann National film award fyrir bestu brellurnar, bestu förðun, bestu leikstjóra, bestu búningahönnun, besta myndin, besti söngvari.  Rajinikanth leikur bæði hlutverk vísindamannsins og vélmennisins.  Rajinikanth er lítt þekktur hér á landi en hann er ofurkvikmyndastjarna í Asíu.  Það sama má reyndar segja um Aiswarya Rai sem leikur aðalkvenhlutverkið í myndinni.

Sýningardagar:

  • Fimmtudagur 12. apríl kl. 20:00
  • Laugardagur 14. apríl kl. 20:00
  • Föstudagur 20. apríl kl. 20:00

Indland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Indversk kvikmyndahátíð 11.-20. apríl”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.