Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Bernie

Bernie

Jun 19, 2012 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2011
  • Lengd: 104 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Texti: Íslenskur
  • Leikstjóri: Richard Linklater
  • Aðalhlutverk: Jack Black, Shirley MacLaine og Matthew McConaughey
  • Dagskrá: Nýjar myndir
  • Sýnd frá: 22. júní 2012

EFNI: Byggt á sönnum atburðum. Bernie er útfararstjóri í smábæ í Texas. Hann vingast við Marjorie, auðuga en geðstirða ekkju, en ofbýður loks nöldur hennar og lítilsvirðing og kemur henni fyrir kattarnef. Enginn saknar hennar mánuðum saman þar til saksóknarinn á staðnum fer að snuðra. Bernie er handtekinn en bæjarbúar koma honum til varnar og krefjast þess að Bernie verði sýnd miskunn. Saksóknarinn sér engan annan kost en að biðja um að réttarhaldið verði fært í annan bæ langt í burtu.

UMSÖGN: Þessi bráðskondna smábæjarsaga Richard Linklater hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda og hinn virti Jonathan Rosenbaum kallar hana “meistaraverk”. Linklater fær hér aftur í lið með sér þá Jack Black og Matthew McConaughey sem hann vann áður með í School of Rock annarsvegar og Dazed and Confused hinsvegar. Útkoman er kolsvört kómedía sem um leið er óður til sérvitringsskapar í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Bandaríkin, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Bernie”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.