Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Private Territory (Einkasvæði)

Private Territory (Einkasvæði)

Jul 17, 2012 Engin skoðun

FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ kl. 20:00

EINKASVÆÐI er dagskrá sem samanstendur af avant-garde kvikmyndum frá Boston sem verða sýndar í Reykjavík, Helsinki, Sankti Pétursborg og Stokkhólmi á tímabilinu 18. júlí til 19. ágúst. Samantekt myndanna er hugmynd sem sýningarstjóri dagskránnar fékk þegar hún ferðaðist frá sínum núverandi bækistöðvum í Boston til heimahaganna í Sankti Pétursborg. Dagskráin var búin til í kringum hugmyndir um persónulegt rými og innri íhugun. Persónuleg rými þessara listamanna sem allir búa í Norður – Ameríku neyðast öll til að flytja til erlendra landa þar sem menningar- og tungumálahindranir gætu annars aldrei hafa gert þeim kleift að mynda djúp persónuleg tengsl við aðra manneskju.

Meðal höfunda mynda í dagskránni eru nokkrir kvikmyndagerðarmenn sem eru þekktir á heimsvísu, svo sem Laida Lertxundi, sem sýndi í Whitney Biennial þessu ári, Jodie Mack, sem sýndi á Flaherty Seminar á síðasta ári, hinn vel þekkti Super 8 kvikmyndagerðarmaður Saul Levine, og Robert Todd, sem hefur sýnt víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Aðrir eru nýliðar sem hafa ekki sýnt utan Bandaríkjanna, en hafa margir hverjir hlotið athygli á Norður Amerískum kvikmyndahátíðum.

Stór hluti myndanna í dagskránni eru unnar á 16mm filmu. Þrátt fyrir að 16mm filmunni hafi nánast verið útrýmt í kvikmyndaiðnaðinum, blómstar 16mm filman sem verkfæri tilraunakvikmyndagerðarmanna út um allan heim og þá sérstaklega í Boston. Einstakir eiginleikar 16mm filmunnar svo sem fjölbreytni litablæbrigðanna, áferð, sterkar andstæður svart/hvítra mynda, sveigjanleikinn og handverkið í vinnsluferli filmunnar, halda áfram að laða að nýja listamenn, jafnvel þó að kvikmyndaskólar séu í óða önn við að fella 16mm filmukúrsa út úr námskrám sínum. Á undanförnum árum hefur 16mm filman vakið áhuga meðal listamanna sem vinna með innsetningar og sýna verk sín frekar í sýningarsölum en í kvikmyndahúsum. Það er mikill lúxus að fá að sjá 16mm filmuna í allri sinni dýrð uppi á kvikmyndatjaldi nú á dögum.

Dagskrá

  • Footnotes to a House of Love, Laida Lertxundi (13 mins, 2007, 16mm color)
  • Place for Landing, Shambhavi Kaul (6 mins, 2010, 16mm transferred to HD video)
  • Memory Worked by Mirrors, Stephen Broomer (2:24, 2011, super8 transferred to 16mm b&w)
  • Whole Note, Saul Levine (12 mins, 2000, super8 transferred to 16mm b&w)
  • Persian Pickles, Jodie Mack (3 mins, 2012, 16mm color)
  • Albumleaf, Paul Turano (7 mins, 2010, 16mm color)
  • Gathering, Robert Todd (4:30, 2009, 16mm color)
  • Ancestors, Douglas Urbank (5 mins, 2012, 16mm color)
  • Sanjiban, Ben Pender-Cudlip (8 mins, 2012, HD video)

 

Bandaríkin, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Private Territory (Einkasvæði)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.