Fjallkonan hrópar á vægð
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2012
- Lengd: 55 mín.
- Land: Ísland
- Stjórnendur: Herdís Þorvaldsdóttir og Jón Karl Helgason
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd: 13.-16. september 2012
EFNI: Þó mikið hafi verið gert í heftun gróður- og jarðvegseyðingar hér á landi og margar leiðir farnar til framdráttar hefur enn ekki verið ráðist í að taka á grunnorsök vandans – búskaparhættir sem eiga að heyra fortíðinni til – lausaganga búfénaðar á Íslandi.
UMSÖGN: Herdís Þorvaldsdóttir leikkona hefur barist fyrir því í rúma 3 áratugi að stöðva lausagöngu búfjár. Þessa heimildamynd, sem frumsýnd var á Skjaldborgarhátíðinni í vor fjármagnaði hún sjálf og seldi m.a. málverk sitt Skammdegisnótt eftir Gunnlaug Scheving, sem hún fékk í brúðkaupsgjöf fyrir um 50 árum síðan frá Gunnlaugi Þórðarsyni fráföllnum eiginmanni sínum.
Fjallkonan hrópar á vægð – a cry for mercy from Fjallkonan hrópar on Vimeo.