Wadjda
- Tegund og ár: Leikin mynd, 2012
- Lengd: 98 mín.
- Land: Sádí Arabía
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Haifaa Al Mansour
- Aðalhlutverk: Reem Abdullah, Waad Mohammed og Abdullrahman Al Gohani
- Sýnd frá: Barnasýningar um helgar
EFNI: Wadjda (Waad Mohammed) er hress og kát 10 ára stúlka. Hana dreymir um að eignast reiðhjól og hefur augastað á einu slíku en móðir hennar og kennari benda henni á að slíkt tæki sé ekki ætlað stúlkum. En Wadjda er staðráðin í að láta draum sinn rætast og eygir möguleika í stöðunni þegar efnt er til verðlaunasamkeppni í skólanum. Á meðan bíður mamma hennar (Sádí arabíska sjónvarspsstjarnan Reem Abdullah) milli vonar og ótta eftir ákvörðun eiginmanns síns um frekara kvonfang þar sem hún hefur ekki getað borið honum son. Hér er hægt að kaupa miða á midi.is
UMSÖGN: Þetta er fyrsta kvikmyndin sem tekin er upp að öllu leyti í Sádí Arabíu. Leikstýran Haifaa Al Mansour byggir að nokkru leyti á æskuminningum sínum en myndin ber sterkan keim af mörgum írönskum kvikmyndaperlum síðustu tveggja áratuga. Myndin var frumsýnd á Feneyjahátíðinni síðsumars og hefur hlotið frábærar viðtökur.
Hér má sjá nýlegt viðtal við leikstýruna þar sem hún ræðir um myndina og gerð hennar.
Og hér er stutt brot úr myndinni: