Searching for Sugar Man verðlaunuð á IDFA
Hin vinsæla heimildamynd Searching for Sugar Man vann í gær til verðlauna sem besta tónlistarheimildamyndin á IDFA-hátíðinni sem lauk í Amsterdam í gær. Myndin, sem einnig hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, er áfram í sýningum í Bíó Paradís.
IDFA hátíðina er óhætt að kalla eina stærstu og virtustu heimildamyndahátíð heimsins.