ÞRJÚBÍÓ: City Lights
- TEGUND OG ÁR: Leikin, þögul gamanmynd, 1931
- LENGD: 87 mín.
- LAND: Bandaríkin
- LEIKSTJÓRI: Charles Chaplin
- AÐALHLUTVERK: Charles Chaplin, Virginia Cherrill og Florence Lee
- DAGSKRÁ: Þrjúbíó, 6. janúar 2013, kl. 15:00
Borgarljósin er talin vera ein af bestu myndum Chaplin á löngum ferli. Flækingurinn verður ástfanginn af blindri blómasölustúlku og ákveður að veita henni sjónina aftur. Þar með ratar hann í ótrúleg og grátbrosleg ævintýri og reynir meðal annars fyrir sér sem hnefaleikari með óvæntum árangri.
Þótt talmyndir væru komnar til sögunnar seint á fjórða áratugnum ákvað Chaplin að hafa myndina þögla með titlum á milli myndskeiða þar sem honum fannst gæði talmyndanna ófullnægjandi enn sem komið var. Hann samdi tónlistina sjálfur, en í henni gætir margs konar áhrifa úr fjölleikahúsum, söngleikjum, tangó og spænskri og ískri þjóðlagatónlist.