ÞRJÚBÍÓ: Modern Times
- TEGUND OG ÁR: Leikin, þögul gamanmynd, 1936
- LENGD: 87 mín.
- LAND: Bandaríkin
- LEIKSTJÓRI: Charles Chaplin
- AÐALHLUTVERK: Charles Chaplin, Paulette Goddard og Henry Bergman
- DAGSKRÁ: Þrjúbíó, 13. janúar 2013, kl. 15:00
EFNI: Flækingur Chaplins heyir harða lífsbaráttu á tímum kreppunnar miklu. Myndin lýsir ströggli hans við tæki og tól iðnvæðingarinnar og spurningin er hvaða séns á maðurinn gegn vélunum?
UMSÖGN: Ótrúlega fyndin og uppátækjasöm en um leið lýsing á þeim erfiðleikum sem fólk gekk í gegnum á þessum tíma og á sér óneitanlega ákveðna samsvörun í dag.