ÞRJÚBÍÓ: The Circus
- TEGUND OG ÁR: Leikin, þögul gamanmynd, 1928
- LENGD: 71 mín.
- LAND: Bandaríkin
- LEIKSTJÓRI: Charles Chaplin
- AÐALHLUTVERK: Charles Chaplin, Merna Kennedy og Al Ernest Garcia
- DAGSKRÁ: Þrjúbíó, 24. febrúar 2013, kl. 15:00
EFNI: Sirkusstjóri í fátæklegu fjölleikahúsi ræður Flækinginn sem trúð en kemst að því að hann getur aðeins verið fyndinn óvart en ekki þegar hann ætlar sér það. En Flækingurinn hittir stúlku í sirkusnum sem bendir honum á að hann sé stjarna fjölleikahússins. Flækingurinn fyllist ást og trú á framtíðina.
UMSÖGN: Framleiðsla þessarar myndar var það eitt erfiðasta verkefni sem Chaplin tókst á við. Margskonar erfiðleikar komu upp á tímabilinu, t.d. eldur í myndverinu, andlát móður Chaplin og skilnaður hans við aðra eiginkonu sína, Lita Grey. Þá var skattstofan á eftir honum vegna meintra vangoldinna skatta. Allt olli þetta því að framleiðsla myndarinnar dróst um marga mánuði. The Circus var sjöunda tekjuhæsta kvikmynd þögla tímabilsins, sem rann sitt skeið á enda að mestu um og uppúr 1930.