Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir sunnudagar: Ferris Bueller’s Day Off

Svartir sunnudagar: Ferris Bueller’s Day Off

Mar 26, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1986
  • Lengd: 103 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: John Hughes
  • Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Alan Ruck, Mia Sara
  • Dagskrá: Svartir sunnudagar
  • Sýnd: 1. apríl 2013

 

Páskamynd Svartra sunnudaga verður hin sprellfjöruga gamanmynd Ferris Bueller’s Day Off sem John Hughes gerði árið 1986. Myndin er n.k. ástarbréf Hughes til heimaborgar sinnar, Chicaco, en flestar hans myndir áttu eftir að snúast um þá ágætu borg.

Myndin fjallar um táninginn Ferris Bueller sem ákveður að þykjast vera veikur einn daginn og fær vini sína með sér í að upplifa ógleymanlegan frídag.

Ferris Bueller’s Day Off var myndin sem kom John Hughes endanlega á kortið sem leikstjóri og höfundur sem hafði einstaka sýn á líf ungs millistéttafólks á níunda áratugnum.

Hughes, sem lést árið 2009 langt fyrir aldur fram, skildi eftir sig aðeins átta myndir sem leikstjóri en skrifaði og framleiddi mun fleiri, má þar nefna sígildar költ myndir eins og Vacation myndirnar með Chevy Chase í aðalhlutverki og Home Alone trílógíuna. En með þeim og svo þeim fáu myndum sem hann leikstýrði (Breakfast Club, Sixteen Candles, Planes, Trains and Automobiles og Uncle Buck meðal annara) kom hann nafni sínu á stall með þeim stærstu.

Ferris Bueller’s Day Off verður sýnd í Bíó Paradís á annan í páskum, mánudaginn 1. apríl kl 20:00.

 

 

Svartir sunnudagar í Bíó Paradís

Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón standa fyrir Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ennfremur bæst í hópinn.

Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.

 

Bandaríkin, Dagskrá vikunnar, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar
Engin skoðun á “Svartir sunnudagar: Ferris Bueller’s Day Off”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.