Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir sunnudagar: Panthasm

Svartir sunnudagar: Panthasm

Apr 23, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár:  Hryllingsmynd, 1979
  • Lengd: 88 mín
  • Leikstjóri: Don Coscarelli
  • Handrit: Don Coscarelli
  • Aðalhlutverk: A. Michael Baldwin, Bill Thornbury, Reggie Bannister
  • Land: USA
  • Dagskrá: Svartir sunnudagar
  • Sýnd: 28. apríl kl 20:00

Efni: Svartir Sunnudagar munu sýna kult klassíkina Phantasm eftir Don Coscarelli, næsta sunnudag 28. apríl kl 20:00. 

Phantasm er talin vera einn af hornsteinum sjálfstæðrar hryllingsmyndagerðar, í leikstjórn Don Coscarelli. Við fylgjumst með tveimur ungum drengjum Jody (Bill Thornbury) og Mike (A. Michael Baldwin),  eltast við skringilegan grafarræningja, en þeir eiga í stöðugri hættu á að enda sem ferskt blóð í þrælabúðum hans.

Myndin er “low budget” en þrátt fyrir ódýrar lausnir í tæknibrellum, þá skilur hún áhorfandann eftir með óbragð í munninum og hafði gríðarleg áhrif, t.a.m. þegar hin alsjáandi augu varðhundar Hávaxna mannsins í myndinni voru talin með því ógnvænlegra sem sést hafði á hvíta tjaldinu um langa hríð.

Tónlistin er meistaralega ofin söguþræðinum, og eykur hið dimma, drungalega og skrýtna andrúmsloft sem í myndinni skapast.

Ef að Phantasm hreyfir ekki við þér, ertu sennilega dauður nú þegar!

Hér er hægt að kaupa miða:

 

Dagskrá vikunnar, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar, Uncategorized
Engin skoðun á “Svartir sunnudagar: Panthasm”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.