I used to be darker
- Tegund og ár: Drama, 2013
- Lengd: 90 mín
- Land: Bandaríkin
- Leikstjóri: Matthew Porterfield
- Aðalhlutverk: Deragh Campbell, Hannah Gross, Ned Oldham
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd: Nánar auglýst síðar
Efni: Myndin fjallar um unga norður- írska stúlku sem flýr að heiman. Hún endar heima hjá frændfólki sínu í Baltimore, þar sem hún kemst að því að hjónaband ættingja sinna hangir á bláþræði og að frænka hennar sem er á svipuðum aldri lifir í stöðugri tilvistarkreppu. Kvikmyndatakan minnir á heimildamyndastíl, þar sem leitast er við að fanga raunverulegt andrúmsloft, sérstökuog ankannalegu fjölskyldumynstri. Tónlist leikur stórt hlutverk í myndinni og því undirstrikar hún bæði depurð, hljóð átök og tilfinningar á afar ljóðrænan og listrænan máta. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance 2013 og hefur hlotið lof ýmissa gagnrýnenda.
I USED TO BE DARKER festival trailer from Matt Porterfield on Vimeo.