Mamma, ég elska þig
- Tegund og ár: Drama, 2013
- Lengd: 82 mín
- Land: Lettland
- Leikstjóri: Janis Nords
- Aðalhlutverk: Kristofers Konovalovs, Vita Varpina, Matiss Livcans
- Texti: Íslenskur texti
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Evrópsk kvikmyndahátíð
Efni: Mamma, ég elska þig er raunsæ dramatísk mynd sem gefur áhorfandanum innsýn inn í tilfinningalíf viðkvæms ungs drengs, Raimond. Í myndinni er því líst á einstaklega viðkæmann hátt þeim samskiptum sem móðir og sonur þurfa að glíma við til þess að endurbyggja samband sitt. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna m.a. á Berlinale kvikmyndahátíðinni 2013 og á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles 2013, sem og á kvikmyndahátíðinni í Zlin vann hún til verðlauna Evrópsku barnakvikmyndasamtakanna.
Vakin er sérstök athygli á frísýningu myndarinnar “Mamma, ég elska þig” laugardaginn 21. september kl 17:30 þar sem allri fjölskyldunni er boðið í bíó. Boðið verður upp á tónlistaratriði og veitingar fyrir sýninguna.